Erlent

Karlmaður heimtaði frí vegna óléttu

Við nánari eftirgrennslan vinnuveitenda mannsins kom í ljós að hann var ekki óléttur.
Við nánari eftirgrennslan vinnuveitenda mannsins kom í ljós að hann var ekki óléttur. MYND/Vísir

Suður-Afrískur maður ákvað nýlega að verða sér úti um vikufrí í vinnunni. Hann fór því með kærustu sinni, sem var ólétt, til kvensjúkdómalæknis og stal þar vottorði. Þvínæst fyllti hann það út með sínu nafni og skilaði inn til yfirmanna sinna. Á vottorðinu stóð að hann þyrfti viku frí frá vinnu þar sem hann væri óléttur.

Maðurinn, sem heitir Charles Sibindana og er 27 ára, hafði ekki hugmynd um að aðeins konur færu til kvensjúkdómalækna. Hinir glöggu yfirmenn hans tóku hins vegar eftir ósamræminu og var herra Sibindana að lokum sektaður um 10.000 krónur fyrir að hafa ætlað sér að svíkja út frí.

Dómarinn sem tók málið fyrir varaði herra Sibindana að lokum við því að stela vottorðum frá kvensjúkdómalæknum til þess að svíkja út frí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×