Tölum ekki niður til barnanna 12. desember 2006 12:30 Máni Svavarsson þakkar velgengni Latabæjar vinsældir smáskífunnar Bing Bang sem komst í fjórða sæti breska smáskífulistans. MYND/Hörður „Latibær slær nýtt met í hverri viku," segir Máni Svavarsson, lagahöfundur sjónvarpsþáttanna um Íþróttaálfinn og vini hans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafnaði smáskífan Bing Bang í fjórða sæti breska smáskífulistans en engum íslenskum tónlistarmanni hefur tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin með gullplötu upp á arminn en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. „Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á þessu en þetta kemur auðvitað í beinu framhaldi af þeim frábæru viðtökum sem Latibær hefur fengið," útskýrir Máni. „Við höfðum heyrt af því fyrr í vikunni að hún gengi vel en þessi niðurstaða er framar öllum vonum," bætir Máni við en smáskífan fór beint í sjötta sætið fyrstu dagana og hélt síðan áfram að bæta við sig, jafnt og þétt. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að Latibær slær mörgum af helstu stórstjörnum poppheimsins við og nægir þar að nefna P. Diddy ásamt Christinu Aguilera með lagið Tell Me, Íslandsvininum Morrissey og nýjasta Bond-laginu sem Chris Cornell syngur. Þá hafði Gwen Stefani ekkert roð í Sollu og félaga en hún hafnaði í fimmta sæti listans með lagið Wind it Up. Máni segir að öll lög og textar séu unnin í nánu samstarfi við Magnús Scheving, skapara þáttanna, og Bing Bang er engin undantekning á þeirri reglu. „Lagið varð til fyrir leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og ég man að það var tiltölulega stuttan tíma í smíðum," útskýrir Máni og viðurkennir síðan að hann hafi snemma haft það á tilfinningunni að þetta væri ágætis poppsmellur. Lagahöfundurinn segist hins vegar ekki setja sig í neinar sérstakar stellingar þótt hann sé að semja tónlist fyrir barnaþátt enda vilji hann fá alla fjölskylduna til að standa upp úr sófanum og dansa heima í stofu. „Ég held að það sé líka hluti af velgengninni hjá Latabæ, við tölum ekki niður til barnanna," segir Máni sem vill ekki meina að hann sé orðinn milljónamæringur þrátt fyrir þessar miklu vinsældir. „Það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir peningana að byrja að tikka inn í kassann." Gwen Stefni varð að láta sér fimmta sætið að góðu verða með smáskífu sína Wind it up. . Julianna Rose Mauriello söng sig inn í hug og hjörtu breskra aðdáenda Latabæjar með laginu Bing Bang. . Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Latibær slær nýtt met í hverri viku," segir Máni Svavarsson, lagahöfundur sjónvarpsþáttanna um Íþróttaálfinn og vini hans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafnaði smáskífan Bing Bang í fjórða sæti breska smáskífulistans en engum íslenskum tónlistarmanni hefur tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin með gullplötu upp á arminn en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. „Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á þessu en þetta kemur auðvitað í beinu framhaldi af þeim frábæru viðtökum sem Latibær hefur fengið," útskýrir Máni. „Við höfðum heyrt af því fyrr í vikunni að hún gengi vel en þessi niðurstaða er framar öllum vonum," bætir Máni við en smáskífan fór beint í sjötta sætið fyrstu dagana og hélt síðan áfram að bæta við sig, jafnt og þétt. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að Latibær slær mörgum af helstu stórstjörnum poppheimsins við og nægir þar að nefna P. Diddy ásamt Christinu Aguilera með lagið Tell Me, Íslandsvininum Morrissey og nýjasta Bond-laginu sem Chris Cornell syngur. Þá hafði Gwen Stefani ekkert roð í Sollu og félaga en hún hafnaði í fimmta sæti listans með lagið Wind it Up. Máni segir að öll lög og textar séu unnin í nánu samstarfi við Magnús Scheving, skapara þáttanna, og Bing Bang er engin undantekning á þeirri reglu. „Lagið varð til fyrir leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og ég man að það var tiltölulega stuttan tíma í smíðum," útskýrir Máni og viðurkennir síðan að hann hafi snemma haft það á tilfinningunni að þetta væri ágætis poppsmellur. Lagahöfundurinn segist hins vegar ekki setja sig í neinar sérstakar stellingar þótt hann sé að semja tónlist fyrir barnaþátt enda vilji hann fá alla fjölskylduna til að standa upp úr sófanum og dansa heima í stofu. „Ég held að það sé líka hluti af velgengninni hjá Latabæ, við tölum ekki niður til barnanna," segir Máni sem vill ekki meina að hann sé orðinn milljónamæringur þrátt fyrir þessar miklu vinsældir. „Það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir peningana að byrja að tikka inn í kassann." Gwen Stefni varð að láta sér fimmta sætið að góðu verða með smáskífu sína Wind it up. . Julianna Rose Mauriello söng sig inn í hug og hjörtu breskra aðdáenda Latabæjar með laginu Bing Bang. .
Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira