Erlent

Drulludallurinn kominn útældur til hafnar

MYND/AP

Skemmtiferðaskip með nærri 700 fárveika farþega og starfsfólk lagði að bryggju í Flórída í gærkvöldi, eftir vægast sagt eftirminnilega ferð, þó hún hafi varla verið nein skemmtiferð. Á 16 daga ferð yfir Atlantshafið kvörtuðu 530 farþegar og 140 af starfsfólkinu undan niðurgangi og ælupest, hrjáðir af sömu noro-veirunni og hefur gert mörgum Íslendingum lífið leitt undanfarnar vikur.

Veirusýkingin er afar smitandi en nokkrir farþeganna höfðu nælt sér í pest rétt áður en lagt var úr höfn í Róm og hún smitaðist svo milli fólks á skipinu, sem tekur nærri 3000 farþega. Flestir farþeganna voru glaðir að vera sloppnir af skipinu enda hefur sjóveikin varla lífgað upp á ástandið ofan á allt saman.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×