MÁNUDAGUR 30. MAÍ NÝJAST 23:30

Hamilton fagnađi međ Justin Bieber | Sjáđu ţáttinn

SPORT

Aron Rafn til Ţýskalands

 
Handbolti
08:12 14. JANÚAR 2016
Aron Rafn í leik međ íslenska landsliđinu.
Aron Rafn í leik međ íslenska landsliđinu. VÍSIR/ANTON

Aron Rafn Eðvarðsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni þar sem að hann er á leið til Bietigheim í þýsku B-deildinni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Aron Rafn, sem er með íslenska landsliðinu á EM í Póllandi, segist ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila í Danmörku en þar hefur Andreas Palicka verið aðalmarkvörður liðsins.

„Það var alveg sama hvernig Palicka gekk. Hann var alltaf tekinn fram yfir mig en fyrir tímabilið sagðist þjálfarinn ætla að skipta hlutverkunum jafnt á milli okkar,“ sagði Aron Rafn.

Hann fékk leyfi til að fara frá Álaborg þegar liðið endurheimti annan markvörð úr meiðslum fyrir skömmu síðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aron Rafn til Ţýskalands
Fara efst