MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Aron og félagar sóttu tvö stig til Ţýskalands | Róbert komst ekki á blađ

 
Handbolti
18:15 27. FEBRÚAR 2016
Aron í leik međ Veszprém.
Aron í leik međ Veszprém. VÍSIR/EPA
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém sóttu tvö stig til Þýskalands í 29-28 sigri á Flensburg í dag en með sigrinum heldur ungverska liðið í við PSG á toppi A-riðilsins í Meistaradeild Evrópu.

Heimamenn í Flensburg byrjuðu leikinn betur og leiddu verðskuldað í hálfleik 12-10 en leikmenn Veszprém komu mun einbeittari til leiks í seinni hálfleik.

Náði Veszprém þegar mest var þriggja marka forskoti í seinni hálfleik en Flensburg var aldrei langt undan og náði að minnka muninn aftur niður í eitt mark.

Lengra komst þýska félagið ekki og fögnuðu leikmenn Veszprém því sigrinum af krafti en Veszprém er með 21 stig að 13 leikjum loknum í A-riðli, stigi minna en PSG.

Aron náði sér ekki nægilega vel á strik í leiknum í dag og lauk leik með aðeins eitt mark en markmenn Flensburg náðu oft að verja vel frá honum.

Róbert Gunnarsson var á leikskýrslu hjá PSG í 27-22 sigri á Wisla Plock í Póllandi en Róberti tókst ekki að komast á blað í leiknum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aron og félagar sóttu tvö stig til Ţýskalands | Róbert komst ekki á blađ
Fara efst