Handbolti

Aron með brákað kinnbein | HM í hættu

Staðan á Aroni er ekki góð.
Staðan á Aroni er ekki góð. vísir/daníel
Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð.

„Við vorum að fá ný skilaboð rétt áðan og það er tvísýnna en við héldum að hann verði með okkur á HM," sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Eins og fram hefur komið var ráðist á Aron aðfararnótt sunnudags og í viðtali við þjálfarann í hádeginu sagði hann að Aron yrði klár á æfingu þann 2. janúar.

„Hann var í röntgenmyndatöku áðan og það virðast vera einhverjar sprungur í kinnbeini. Við erum að vinna úr þessu núna og það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast allt saman. Þetta er meira en einugis skurður á auga," sagði þjálfarinn en þetta er eðlilega mikið áfall fyrir landsliðið.

„Þetta er mikið áfall og setur mikið strik í reikninginn hjá okkur. Ef þetta er rétt allt saman þá getur hann tekið minni þátt í undirbúningi en til stóð. Ég geri mér samt vonir um að hann geti verið með á mótinu."

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Click here for an English version.


Tengdar fréttir

Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna

Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag.

Aron: Tilefni til umhugsunar

Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×