Enski boltinn

Aron Einar og Jóhann Berg á skotskónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar skoraði fyrir Cardiff.
Aron Einar skoraði fyrir Cardiff. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru á skotskónum fyrir sín lið í dag í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

Aron Einar kom Cardiff á bragðið gegn Derby áður en Peter Whittingham bætti við öðru marki. Jordan Ibe, lánsmaður frá Liverpool, minnkaði muninn fyrir Derby og Craig Bryson jafnaði fyrir Derby. Aron lék í 72. mínútur fyrir Cardiff.

Það var Íslendingaslagur í Rotherham þar sem Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson mættust. Jóhann Berg kom Charlton yfir eftir 27. mínútur, en Luciano Becchio jafnaði fyrir Rotherham tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Kári spilaði allan leikinn fyrir Rotherham, en Jóhann Berg spilaði 80. mínútur.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Watford - Bournemouth 1-1

Brighton - Blackpool 0-0

Derby - Cardiff 2-2

Fulham - Blackburn 0-1

Leeds - Huddersfield 3-0

Middlesbrough - Brentford 4-0

Millwall - Notingham Forest 0-0

Norwich - Birmingham 2-2

Rotherman - Charlton 1-1

Sheffield Wednesday - Reading 1-0

Wolves - Bolton 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×