Fótbolti

Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári.

„Þetta er búið að vera draumurinn frá því að maður byrjaði að æfa fótbolta. Maður á samt eftir að fatta það almennilega að vera kominn á stórmót. Ég bara trúi þessu ekki.“

Aron Einar var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum. 

„Dómarinn gerði bara mistök þegar hann gaf mér síðara gula spjaldið, en hverjum er ekki nákvæmlega sama núna, við erum komnir á EM.“

Fyrirliðinn segir að hann eigi aldrei eftir gleyma augnablikinu þegar dómarinn flautaði leikinn af.

„Mikið er ég stoltur, það er frábært að spila með þessum leikmönnum. Allir í hópunum leggja sig alltaf ótrúlega mikið fram. Það er heiður að fá að spila fyrir framan þessa vörn, við erum búnir að fá á okkur þrjú mörk í allri undankeppninni.“

Aron ætlar núna að njóta augnabliksins.

„Við ætlum núna að vinna þennan riðil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×