Handbolti

Arnór og Björgvin fóru á kostum í sigri Bergrischer

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór spilaði frábærlega í dag.
Arnór spilaði frábærlega í dag. vísir/getty
Arnór Þór Gunnarsson fór á kostum í sigri Bergrischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en Bergrischer vann Wetzlar, 27-21.

Bergrischer byrjaði betur og var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9. Þeir spýttu enn meira í lófana í síðari hálfleik og lönduðu öruggum sigri, 27-21.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði níu mörk fyrir Bergrischer, en hann var markahæstur hjá Bergrischer. Mazimilian Holst var markahæstur hjá Wetzlar með fimm mörk.

Björgvin Páll Gústavsson var einnig drjúgur í markinu, en hann varði fimmtán skot samkvæmt heimasíðu þýska sambandsins, rúmlega 40% markvarsla.

Bergrischer skaust upp í þrettánda sætið með sigrinum, en þeir eru komnir úr mestu fallbaráttunni. Wetzlar er í sjötta sætinu og því sigurinn frábær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×