Handbolti

Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnór í vörninni í leiknum í dag.
Arnór í vörninni í leiknum í dag. vísir/epa
„Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi.

„Þetta er auðvitað hörkulið og allt það en mér finnst samt sem áður að við eigum að taka þá. Þeir eru ekkert eðlilega fljótir þessir gæjar og teknískir en í seinni hálfleiknum vorum við aðeins of seinir til baka þegar þeir voru að taka hröðu miðjuna.“

Þessi mörk sem Ísland fékk á sig úr hraðri miðju kostaði liðið í raun sigurinn segir Arnór. Ísland mætir Túnis á morgun.

„Það verður hörkuleikur og þeir áttu alveg séns í leikinn á móti Makedóníu og voru inni í leiknum allan tímann. Við þurfum að vera vel tilbúnir í þann leik. Þetta eru allt gæjar sem eru yfir hundrað kíló og við þurfum að taka vel á þeim“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×