Handbolti

Árni Steinn líklega ekki meira með Selfoss í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Árni Steinn, lengst til vinstri þegar hann skrifaði undir samninginn.
Árni Steinn, lengst til vinstri þegar hann skrifaði undir samninginn. vísir/selfoss
Selfoss varð fyrir áfalli á dögunum þegar fréttir bárust af því að Árni Steinn Steinþórsson myndi að öllum líkindum ekki spila meira með liðinu í Olís-deild karla í vetur.

Árni kom frá SönderjyskE fyrir tímabilið og átti að styrkja nýliða Selfoss mikið og bera upp þeirra sóknarleik. Nú er hins vegar ljóst að Árni þarf að fara í aðgerð.

„Aðgerðin sem gerð var seinasta sumar í Danmörku var ekki gerð nógu vel og þurfti að laga eitt og annað núna.

Það er frekar ólíklegt að hann nái að spila með okkur í vetur og er hann núna bara byrjaður að byggja sig aftur upp til að geta komist aftur á völlinn næsta vetur," sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, í samtali við Fimmeinn.is.

„Hann hafði lagt mikið á sig að koma til baka en svo kom þetta í ljós þegar hann byrjaði að æfa. Ég er samt sannfærður um að hann hristir þetta af sér enda mikill karakter."

Selfoss hefur gert góða hluti í deildinni í vetur, en nýliðarnir eru í fimmta sæti með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×