Innlent

Árni Bergmann sæmdur vináttuorðu Rússlands

Árni Bergmann rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri var í dag, á þjóðardegi Rússa, sæmdur vináttuorðu Rússlands.

Dimitry Medvedev forseti veitir orðuna en það var Andrey Tsyganov sendiherra sem fyrir hönd forsetans sæmdi Árna orðunni í heiðursmóttöku í rússneska sendiráðinu nú síðdegis. Árni fær vináttuorðuna fyrir framlag hans til eflingar menningartengsla Íslands og Rússlands, útbreiðslu þekkingar á rússneskri tungu, bókmenntum og menningu á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×