Viðskipti innlent

Arnar: Viðskiptin skipta miklu máli fyrir lífeyrissjóðina

En gæti þetta þýtt minni skerðingar hjá lífeyrissjóðum? "Þetta gæti fyrst og fremst virkað gagnvart næsta ári, því viðskiptin koma fram í tryggingafræðilegum uppgjörum lífeyrissjóðanna um næstu áramót. Það gæti því hjálpað í þeim efnum," segir Arnar.
En gæti þetta þýtt minni skerðingar hjá lífeyrissjóðum? "Þetta gæti fyrst og fremst virkað gagnvart næsta ári, því viðskiptin koma fram í tryggingafræðilegum uppgjörum lífeyrissjóðanna um næstu áramót. Það gæti því hjálpað í þeim efnum," segir Arnar.
Talið er að kaup lífeyrissjóðanna á ríkistryggðum bréfum af Seðlabanka Íslands muni bæta tryggingafræðilega stöðu íslenska lífeyriskerfisins um 1-2%. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir viðskiptin skipta miklu máli fyrir lífeyrissjóðina.

"Þetta skiptir gríðarlegu máli og er stór dagur. Þetta styrkir stöðu sjóðanna og ef við horfum til framtíðar þá bætir þetta tryggingafræðilega stöðu sjóðanna um 1-2% og það eru miklir fjármunir," segir Arnar.

En gæti þetta þýtt minni skerðingar hjá lífeyrissjóðum? "Þetta gæti fyrst og fremst virkað gagnvart næsta ári, því viðskiptin koma fram í tryggingafræðilegum uppgjörum lífeyrissjóðanna um næstu áramót. Það gæti því hjálpað í þeim efnum," segir Arnar.

Arnar segir að um hafi verið að ræða tilboð sem ekki var hægt að hafna. "Við höfum fylgst með þessu máli mjög náið á annað ár og vitað af þessum bréfum. En þetta kom mjög snöggt upp, boltinn byrjaði ekki að rúlla fyrr en síðustu daga, þannig að margir okkar voru með hugann við þetta alla helgina. Samkomulagið náðist svo í gærkvöldi," segir Arnar Sigurmundsson.

Bréfin sem lífeyrissjóðirnir kaupa af Seðlabankanum eru verðtryggð, að jafnaði til níu ára og ávöxtunarkrafan er 7,2%. Ávöxtunarkrafan er umtalsvert hærri en miðað er við í tryggingafræðilegu uppgjöri lífeyrissjóðanna og því má ætla að viðskiptin bæti tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóðakerfisins um 1-2%.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×