Arnar: Ein mesta hörmung sem ég hef séð Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 30. júní 2016 22:29 Arnar stýrði Breiðabliki í fyrsta sinn í Evrópuleik í kvöld. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jelgava hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jelgava hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira