Arkitektúr og túrismi – annar hluti Dagur Eggertsson skrifar 22. september 2016 07:00 Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaðaviðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heildrænni hugsun um helstu ferðamannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mannvirkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósamræmið á milli orða og athafna á þessu sviði.Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferðamannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengilegum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúmfræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningastaði, salernisaðstöðu og útsýnisstaði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferðinni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hugmyndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferðamanna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönnunarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Noregi. Í tengslum við opnunina upplýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferðamannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arkitektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmætasköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heimamanna[iii]. Prófessor í markaðsfærslu við Verslunarháskóla Noregs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæðan hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðuneytið 2007, síða 9. https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsrevyen-21#t=10m52s [iii] https://www.aftenposten.no/kultur/Spektakular-utsikt-skaper-ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/reise/Her-er-Norges-nyeste-landemerke-722637_1.sndÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Eins og vikið var að í fyrsta hluta greinarinnar þarf að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn á landinu svo að náttúruminjar landsins verði ekki fyrir varanlegu tjóni.Hlutverk ríkisins Fjármálaráðherra sagði í blaðaviðtali á dögunum að ríkið ætti að hlúa að þeim sem minna mega sín. Það má heimfæra þetta upp á landeigendur sem ekki hafa efni á að veita nauðsynlega aðstöðu fyrir almenning. Sjálfur lít ég á það sem verðugt og sjálfsagt verkefni fyrir ríkið að stuðla að góðri og heildrænni hugsun um helstu ferðamannastaði landsins enda hefur það verið markmið stjórnvalda með stefnumörkun á sviði mannvirkjagerðar að sýna fordæmi og vera fyrirmynd í að tryggja gæði og vandvirkni ásamt því að stuðla að uppfræðslu og vitundarvakningu um þau verðmæti sem liggja í góðri byggingarlist[i], eins og segir í stefnuskrá íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem verður 10 ára á næsta ári. Ekki þarf að fara langt út fyrir borgarmörkin til að sjá ósamræmið á milli orða og athafna á þessu sviði.Virðisauki hönnunar Fyrir 22 árum hratt vegagerðin í Noregi af stað áætlun sem á íslensku myndi útleggjast Þjóðlegir ferðamannavegir þar sem markmiðið var að laða ferðamenn að óaðgengilegum svæðum og skapa aðlaðandi umhverfi meðfram vegum landsins. Hafði vegagerðin þar þá komist að þeirri niðurstöðu að öryggi á vegum úti væri ekki aðeins fólgið í rúmfræði og verkfræði sjálfra veganna heldur allri upplifuninni sem fylgir því að ferðast milli staða. Var hafist handa um að skipuleggja áningastaði, salernisaðstöðu og útsýnisstaði sem skiptu leiðunum niður í hæfilega langa áfanga sem gerðu það að verkum að reynslan af ferðinni varð ánægjulegri. Fengnir voru arkitektar og landslagsarkitektar í verkin sem túlkuðu staðarhætti og aðlöguðu mannvirkin aðstæðum á hverjum stað. Prógramminu var þegar í stað vel tekið og brátt voru sveitarfélögin komin í biðröð með vænlegar hugmyndir. Ekki hefur það verið mælt hvaða áhrif verkefnið hefur haft á ferðamenn. En skemmst er frá því að segja að vegir þeir sem valdir voru eru orðnir afar vinsælir meðal ferðamanna og mörg af verkefnunum sem byggð hafa verið fengið tilnefningar til – sum hver hlotið mikilvæg hönnunarverðlaun á alþjóðavettvangi. Teiknistofa mín og félaga minna hefur tekið þátt í þróun tveggja slíkra verkefna. Nú á dögunum var verið að vígja nýjasta áningarstaðinn á Gaularfjallveginum í Vestur-Noregi. Í tengslum við opnunina upplýstu norskir fjölmiðlar að fjöldi ferðamanna á svæðinu hefði þegar margfaldast[ii] og ef þróunin verður svipuð og á öðrum Þjóðlegum ferðamannavegum mun þetta leiða til fjölda nýrra atvinnutækifæra. David Basulto, stofnandi hins heimsþekkta veftímarits um arkitektúr ArchDaily, sagði við opnun Feneyjatvíæringsins í vor að áætlun þessi sé gott dæmi um að arkitektúr er afgerandi þáttur í verðmætasköpun, jafnframt því sem hann stuðlar að vellíðan meðal þeirra sem hann nota og stolti gagnvart nánasta umhverfi meðal heimamanna[iii]. Prófessor í markaðsfærslu við Verslunarháskóla Noregs, Ragnhild Silkoset, tekur í sama streng í viðtali við Aftenposten nýlega og segir að með því að sýna umheiminum að maður þori að byggja við erfiðar aðstæður og gefi ungum arkitektum færi á að spreyta sig hafi Þjóðlegir ferðamannavegir markaðsfært Noreg á mjög jákvæðan hátt bæði sem ferðamanna- og iðnaðarþjóð[iv]. Þetta fordæmi ættu Íslendingar að færa sér í nyt við þróun ferðamannastaða. Til þess að náttúru Íslands verði hlíft fyrir ágangi ferðamanna er engum vafa undirorpið að leggja verður í fjárfestingar á næstu árum. Forvitnilegt verður að sjá hvort næsta ríkisstjórn Íslands sýni festu með því að taka til við að móta heildræna stefnu í ferðamannaiðnaðinum og veiti fjármagn í verðug verkefni þar sem áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og vel hannað umhverfi. [i] Menningarstefna í mannvirkjagerð - Stefna íslenskra stjórnvalda í byggingarlist; Menntamálaráðuneytið 2007, síða 9. https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/umhverfismal/j-menningarstefna_i_mannvirkjagerd.pdf [ii] https://tv.nrk.no/serie/dagsrevyen-21#t=10m52s [iii] https://www.aftenposten.no/kultur/Spektakular-utsikt-skaper-ny-naring-198302b.html [iv] http://www.aftenposten.no/reise/Her-er-Norges-nyeste-landemerke-722637_1.sndÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun