Viðskipti innlent

Arion banki undirbýr skuldabréfaútgáfu í evrum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Árið 2013 gaf Arion banki út skuldabréf í norskum krónum og var þar með fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að sækja sér erlenda fjármögnun frá árinu 2007.
Árið 2013 gaf Arion banki út skuldabréf í norskum krónum og var þar með fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að sækja sér erlenda fjármögnun frá árinu 2007. Vísir/Pjetur
Arion banki hefur samið við bankana Citi, Deutsche Bank og Nomura um skipulagningu funda með evrópskum fjárfestum sem fram munu fara á næstu dögum. Bankinn stefnir í kjölfarið að skuldabréfaútgáfu í evrum, að því gefnu að kjör og markaðsaðstæður séu viðunandi, samkvæmt tilkynningu bankans. 

Þar segir að fjárfestafundirnir séu rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram hefur farið undanfarin ár við að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans og opna aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum.

„Snemma árs 2013 gaf bankinn út skuldabréf í norskum krónum og var þar með fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að sækja sér erlenda fjármögnun frá árinu 2007. Í upphafi þessa árs fékk bankinn svo lánshæfismatið BB+ frá alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækinu Standard & Poor‘s, fyrstur íslenskra banka, en lánshæfismatið frá S&P stækkar til mikilla muna þann hóp fjárfesta sem áhuga hefur á skuldabréfum bankans," segir í tilkynningu Arion banka.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×