Árásargjarn Evrópuhumar í Sandgerði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Þessum evrópska humar í Sandgerði á aldeilis eftir að vaxa fiskur um hrygg en uppvaxtarskeið humars er langt. Meiningin er að ala hann upp í 300 gramma þyngd hér á landi en hann getur náð allt að sex kílóa þyngd. Mynd/Halldór p. Halldórsson Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira