Árangursrík viðverustjórnun Vilhjálmur Kári Haraldsson skrifar 30. október 2014 07:00 Undanfarin ár hafa leikskólar í Garðabæ tekið þátt í tilraunaverkefninu Virkur vinnustaður. Verkefnið er á vegum Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK og tilgangurinn verkefnisins er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi. Hver leikskóli hefur mótað sér viðverustefnu og liður í henni er svokallað viðverusamtal sem er öflugt verkfæri viðverustjórnunar. Útgangspunktur samtalsins er umhyggja vinnustaðarins fyrir starfsmanninum og sameiginlegt markmið stjórnanda og starfsmanns að leggja áherslu á góða heilsu starfsmannsins, jákvæðan starfsanda og starfsánægju. Allir leikskólar Garðabæjar hafa á undanförnum þremur árum unnið markvisst að viðverustjórnun og margir þeirra náð góðum árangri. Má þar nefna fækkun veikindadaga á leikskólanum Holtakoti en þar fækkaði veikindadögum um 35% á milli áranna 2012 og 2013 og vill Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri þakka markvissri viðverustjórnun betri mætingu starfsfólks. Árangur leikskólans Kirkjubóls hefur einnig vakið verðskuldaða athygli en í viðtali við leikskólastjórann Mörtu Sigurðardóttur á heimasíðu VIRK, kemur fram: „Verkefnið hefur skilað okkur því að fólk hugsar um sig sem heilbrigt og innan leikskólans er unnið út frá heilbrigði, bæði hvað varðar starfsfólk og börnin sem hér dvelja.“ Mannauðsstjóri Garðabæjar flutti á dögunum erindi á ráðstefnunni Viðverustjórnun og heilsueflandi aðgerðir á vinnustað fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum en það bar yfirskriftina Viðverustjórnun hjá Garðabæ – árangur og áskoranir. Þar fór hann yfir ferlið við innleiðingu viðverustefnu og þær aðgerðir sem hafa skilað árangri. Í endurskoðaðri mannauðsstefnu Garðabæjar er viðverustjórnun sett í forgrunn og stefnan verður innleidd í allar stofnanir Garðabæjar á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa leikskólar í Garðabæ tekið þátt í tilraunaverkefninu Virkur vinnustaður. Verkefnið er á vegum Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK og tilgangurinn verkefnisins er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla er lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi. Hver leikskóli hefur mótað sér viðverustefnu og liður í henni er svokallað viðverusamtal sem er öflugt verkfæri viðverustjórnunar. Útgangspunktur samtalsins er umhyggja vinnustaðarins fyrir starfsmanninum og sameiginlegt markmið stjórnanda og starfsmanns að leggja áherslu á góða heilsu starfsmannsins, jákvæðan starfsanda og starfsánægju. Allir leikskólar Garðabæjar hafa á undanförnum þremur árum unnið markvisst að viðverustjórnun og margir þeirra náð góðum árangri. Má þar nefna fækkun veikindadaga á leikskólanum Holtakoti en þar fækkaði veikindadögum um 35% á milli áranna 2012 og 2013 og vill Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri þakka markvissri viðverustjórnun betri mætingu starfsfólks. Árangur leikskólans Kirkjubóls hefur einnig vakið verðskuldaða athygli en í viðtali við leikskólastjórann Mörtu Sigurðardóttur á heimasíðu VIRK, kemur fram: „Verkefnið hefur skilað okkur því að fólk hugsar um sig sem heilbrigt og innan leikskólans er unnið út frá heilbrigði, bæði hvað varðar starfsfólk og börnin sem hér dvelja.“ Mannauðsstjóri Garðabæjar flutti á dögunum erindi á ráðstefnunni Viðverustjórnun og heilsueflandi aðgerðir á vinnustað fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum en það bar yfirskriftina Viðverustjórnun hjá Garðabæ – árangur og áskoranir. Þar fór hann yfir ferlið við innleiðingu viðverustefnu og þær aðgerðir sem hafa skilað árangri. Í endurskoðaðri mannauðsstefnu Garðabæjar er viðverustjórnun sett í forgrunn og stefnan verður innleidd í allar stofnanir Garðabæjar á næstunni.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar