Innlent

Árangurslaust fjárnám hjá Hilmari Leifs

Samúel Karl Ólason skrifar
Hilmar Þór Leifsson, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hilmar Þór Leifsson, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Daníel
Árangurslaust fjárnám var gert hjá Hilmari Þór Leifssyni þann 21. september síðastliðinn. Það var gert vegna málskostnaðarkröfu DV ehf. eftir málaferli Hilmars gegn Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, sem áður voru ritstjórar DV. Hilmar höfðaði tvö mál vegna sömu fréttarinnar, sem birtist annars vegar í DV og hins vegar á DV.is, í ágúst 2012.

Þar var fullyrt að hann tengdist glæpasamtökunum Hells Angels og væri háttsettur meðlimur glæpasamtakanna. Þá var hann einnig nafngreindur og sagt að mánaðarlaun hans væru 19 þúsund krónur samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra. Í stefnu Hilmars stóð að fréttin yrði ekki skilin öðruvísi en svo að framgreind mánaðarlaun hans væru vegna starfa hans í undirheimunum.

Hilmar vildi ekki vera kenndur við Hells Angels samtökin, en hann tapaði málunum bæði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti.

Samkvæmt heimildum Vísis var fjarnámið reynt vegna 1.250 þúsund króna málskostnaðarkröfu DV. Fjárnám telst árangurslaust ef aðilinn sem um ræðir á engar eða ekki nægilegar eignir til að tryggja kröfuna. Þá geta þeir sem eiga kröfuna farið fram á gjaldþrotaskipti fyrir dómi.






Tengdar fréttir

Hilmar Leifsson stefnir ritstjórum DV

Hilmar Leifsson hefur stefnt Reyni Traustasyni ritstjóra DV og Jóni Trausta Reynissyni, fyrrverandi ritstjóra og núverandi framkvæmdastjóra útgáfufélags blaðsins, fyrir ærumeiðandi ummæli. Ummælin birtust í grein sem birtust í helgarblaði DV, fyrstu helgina í ágúst. Hans Aðalsteinn Helgason hefur einnig stefnt blaðinu.

Staðfestir sýknu Reynis og Jóns Trausta

Hilmar Þór Leifsson hafði stefnt Reyni og Jóni Trausta fyrir meiðyrði vegna fréttar í DV sem bar yfirskriftina "Láglaunamenn í undirheimum“.

Reynir hæstánægður með þrennu í Hæstarétti

Er þó uggandi yfir fyrirætlunum núverandi eigenda DV um að láta núverandi og fyrrverandi blaðamenn og ritstjóra DV standa straum af málskostnaði tapi þeir meiðyrðamálum í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×