Enski boltinn

Ár liðið frá síðasta titli United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Carrick og Rio Ferdinand fagna titlinum í fyrra.
Michael Carrick og Rio Ferdinand fagna titlinum í fyrra. Vísir/Getty
Manchester United rak David Moyes úr starfi knattspyrnustjóra í dag, sléttu ári eftir að liðið tryggði sér sinn 20. Englandsmeistaratitil frá upphafi.

United tryggði sér enska meistaratitilinn á þessum degi fyrir ári síðan með 3-0 sigri á Aston Villa með þrennu Hollendingsins Robin van Persie.

Sir Alex Ferguson var þá knattspyrnustjóri Manchester United en lét af störfum í lok tímabilsins eftir 27 ár í starfi.

Moyes var svo ráðinn sem eftirmaður Ferguson en var svo rekinn í morgun eftir aðeins tíu mánuði í starfi. Liðið er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði 2-0 fyrir hans gamla liði, Everton, um helgina.

Þar með varð ljóst að liðið myndi ekki spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og gerði það útslagið fyrir forráðamenn Manchester United.


Tengdar fréttir

Man. Utd orðið Englandsmeistari enn og aftur

Man. Utd tryggði sér í kvöld sinn 20. Englandsmeistaratitil. Það var leikmaður númer 20, Robin van Persie, sem sá til þess að United landaði titlinum í kvöld.

Brottrekstur Moyes staðfestur

Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×