Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, segir sitt lið þurfa að passa sérstaklega upp á Sveindísi Jane Jónsdóttur í leiknum gegn Íslandi á EM í Sviss á morgun. Fótbolti 1.7.2025 14:32
„Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim“ segir Jón Daði Böðvarsson, nýjasti leikmaður Selfoss í Lengjudeild karla. Hann skrifaði undir samning við félagið áðan og batt þar með enda á atvinnumannaferilinn erlendis. Íslenski boltinn 1.7.2025 14:03
Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað. Fótbolti 1.7.2025 14:02
Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Þrátt fyrir að vera ung að árum er Amanda Andradóttir mætt á sitt annað stórmót fyrir Íslands hönd. Hún var ekki viss um hvort það yrði raunin eftir mikla baráttu við meiðsli og komst að því á samfélagsmiðlum að hún vær á leið á EM í Sviss. Fótbolti 1.7.2025 11:00
Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fabio Deivson Lopes Maciel, 44 ára gamall markmaður Fluminense, er langelsti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann hefur slegið heimsmet ítalska markmannsins Gianluigi Buffon fyrir að halda marki oftast hreinu og er nú á leið með að verða leikjahæsti fótboltamaður allra tíma. Fótbolti 1.7.2025 10:32
„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. Fótbolti 1.7.2025 09:30
„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fótbolti 1.7.2025 09:02
Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Besti leikmaður heims, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí, er komin til móts við spænska landsliðið á æfingasvæðinu í Sviss eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús á Spáni vegna heilahimnubólgu. Fótbolti 1.7.2025 08:32
Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Diljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og þar með er draumur að rætast. Diljá hefur lagt allt í sölurnar yfir krefjandi tímabil til þess að ná þeim stað. Eftir að hafa sigrast á þrautagöngu og efasemdum uppsker hún rækilega núna. Fótbolti 1.7.2025 08:01
City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Ríkjandi heimsmeistarar félagsliða í Manchester City eru úr leik á mótinu eftir sjö marka framlengdan spennutrylli gegn Al-Hilal þar sem varnirnar hripláku. Fótbolti 1.7.2025 07:21
Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Opta tölfræðiveitan telur meira en helmingslíkur á að stelpurnar okkar fari upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit á EM í fótbolta. Þá eru 2,1% líkur á því að þær hreinlega lyfti Evrópumeistarabikarnum 27. júlí. Möguleikinn er því til staðar og hægt að færa góð rök fyrir því að Íslandi muni í það minnsta vegna afar vel á mótinu. Fótbolti 1.7.2025 07:03
Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Nú þegar sumarið er að ná hámarki er heldur rólegt yfir íþróttalífinu, en þó verður boðið upp á tvær beinar útsendingar á sportrásum Sýnar á þessum fína þriðjudegi. Sport 1.7.2025 06:00
Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPRO óttast að verði spilaðir leikir um miðjan dag á ákveðnum völlum á HM 2026 geti of mikill hiti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Fótbolti 30.6.2025 23:17
Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn ÍA vann mikilvægan 4-3 sigur er liðið tók á móti Fylki í botnslag Lengjudeildar kvenna í kvöld. Fótbolti 30.6.2025 22:53
Fluminense sendi Inter heim Brasilíska liðið Fluminense er á leið í átta liða úrslit HM félagsliða í knattspyrnu eftir 2-0 sigur gegn Inter frá Ítalíu í kvöld. Fótbolti 30.6.2025 21:05
Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Rússinn Daniil Medvedev, sem situr í níunda sæti heimslistans í tennis, féll óvænt úr leik í fyrstu umferð Wimbledon-mótsins í dag. Sport 30.6.2025 20:02
Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Grindavík hefur samið við sænsku landsliðskonuna Ellen Nyström um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 30.6.2025 19:13
Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur leikjum sem fram fóru í norska og sænska boltanum í kvöld. Tveimur leikjanna lauk með jafntefli, en Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu dramatískan sigur. Fótbolti 30.6.2025 19:03
UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur frestað því að taka ákvörðun um það hvort Crystal Palace megi taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fótbolti 30.6.2025 18:00
Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Víkingur Reykjavík hefur náð samkomulagi við norska félagið Sogndal um kaupin á kantmanninum Óskari Borgþórssyni. Fótbolti 30.6.2025 17:21
Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Hitabylgja svífur nú yfir Bretlandseyjar og setur svip sinn á Wimbledon tennismótið sem fer þar fram. Svipaðar aðstæður komu upp fyrir áratug síðan og þá leið yfir boltastrák. Hitinn gæti orðið sá hæsti frá upphafi í ár en skipuleggjendur mótsins hafa lært af reynslunni og munu leyfa vatnspásur. Sport 30.6.2025 16:47
Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sögulegt skákmót fór fram í gær sunnudaginn 29. júní í Laugarvatnshellum. Mótið var framkvæmt í samstarfi milli Vignirvatnar.is, Laugarvatnshella og heilsulindarinnar Fontana. 48 keppendur mættu til leiks, skákmenn á efri árum sem eru kunnugir öllum hnútum í skákheiminum og ungir og efnilegir. Sport 30.6.2025 16:31
„Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Það bendir allt til þess að íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verði leikmaður ítalska stórliðsins Inter Milan á næstunni. Hún virðist búin að taka ákvörðun um næsta skref á sínum ferli og er afar sátt við niðurstöðuna. Fótbolti 30.6.2025 15:57
Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleik Evrópumótsins hefur heimaliðið Sviss, sem er með Íslandi í riðli, þurft að draga leikmann úr hópnum. Luana Bühler er meidd í hnénu og missir af mótinu. Fótbolti 30.6.2025 15:47