Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Jarðskjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi varð í Brennisteinsfjöllum sem er virkt jarðskjálftasvæði. Í Krýsuvík hafa mælst breytingar á landrisi og sigi. Svæðið hefur áður sýnt slíkar sveiflur, en núna virðist aflögunin hraðari en áður. Innlent 19.8.2025 13:39
Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sá sem stýrir sakamálarannsókn ræður því hvort og þá hversu lengi gæsluvarðhaldsfangar sæta símabanni. Þetta segir fangelsismálastjóri, almennt um aðgang sakborninga að símum í fangelsum. Þá hafi lögregla heimild til að hlusta á samtölin sem fangar eiga í fangelsissíma þó það sé afar sjaldgæft að það sé gert. Innlent 19.8.2025 13:17
Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Forsætisráðherra Íslands segir jákvæðan tón í ráðamönnum eftir fund Evrópuþjóða við Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta. Skýrar meldingar hafi komið frá Bandaríkjunum að þau muni taka þátt í að tryggja frið komist hann á. Hún segist raunsæ með framhaldið. Innlent 19.8.2025 12:43
Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Innlent 19.8.2025 12:19
Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Vonast er til að stórfelldar breytingar hjá Strætó verði til þess að fleiri nýti sér þjónustuna og að hún verði mun áreiðanlegri. Tíðni ferða hefur stóraukist. Innlent 18.8.2025 22:04
Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Lík sjúklings á Landspítalanum lá að nóttu til klukkutímum saman á sjúkrastofu eftir að beiðni barst um að því yrði komið fyrir á líkhúsi. Innlent 18.8.2025 21:12
„Réttu spilin og réttu vopnin“ Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. Innlent 18.8.2025 20:46
„Það er hetja á Múlaborg“ Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Innlent 18.8.2025 20:45
Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. Innlent 18.8.2025 18:57
Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Faðir á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn í sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Innlent 18.8.2025 18:31
Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sífellt fleiri ungir karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum að sögn prófessors við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við og hætti að skella skolleyrum við vandanum. Innlent 18.8.2025 18:20
Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu upp úr sex síðdegis. Samkvæmt Veðurstofunni var stærð skjálftans á milli 3,2 ot 3,5. Innlent 18.8.2025 18:15
Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar. Innlent 18.8.2025 16:34
Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Vesturbæjarlaug verður lokað klukkan átta í kvöld, og verður hún lokuð í um það bil viku. Í ljós hefur komið galli á málningarvinnu á laugarbotninum, sem hefur valdið því að málningin er tekin að flagna af laugarkarinu. Innlent 18.8.2025 16:04
Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Bilun í búnaði olli því að nýtt auglýsingaskilti við Ikea skein á hæsta styrk um helgina og lýsti upp allan Garðabæ svo um munaði. Íbúi á Flötunum segist elska Ikea en honum hafi þótt ofurskært auglýsingaskiltið fullmikið, þótt hann hafi sloppið við að kveikja á útiljósunum heima hjá sér um helgina. Innlent 18.8.2025 15:19
Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. Innlent 18.8.2025 14:17
Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Tollarnir hefðu tekið gildi á morgun og áttu að gilda í 200 daga. Innlent 18.8.2025 13:58
Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. Innlent 18.8.2025 13:38
Eldur á Kleppsvegi Eldur kom upp undir klæðningu í blokk á Kleppsvegi í Reykjavík. Slökkvilið er á vettvangi. Innlent 18.8.2025 13:20
Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Starfsmaður á Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti á leikskólanum vegna sérkennilegs háttalags. Þetta hermar heimildir fréttastofu. Foreldri barns á leikskólanum segir stórskrýtið að foreldrar hafi ekki verið upplýstir um þetta á fundi með fulltrúum lögreglunnar, Reykjavíkurborgar og Barna- og fjölskyldustofu. Innlent 18.8.2025 13:10
Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Grétar Br. Kristjánsson lögmaður er látinn, 87 ára að aldri. Sem einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða var hann einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið. Hann er sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða, í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár, en stóð þó jafnan utan sviðsljóssins. Innlent 18.8.2025 12:12
Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Nú styttst í fund Volodomírs Selenskí forseta Úkraínu með Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem fram fer í Washington. Evrópuleiðtogar verða einnig viðstaddir fundinn. Rætt verður við Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing sem leggur mat á hvað muni bíða Selenskís á fundinum. Innlent 18.8.2025 11:35
Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, segir marga forðast að ræða hugtök sem tengjast sálfræði. Nýtt hugtak, sálfélagslegt öryggi, sé til dæmis hugtak sem er mikið rætt á stofunni og mikilvægi þess að allir upplifi það. Algengt sé á vinnustöðum að fólk upplifi sig ekki öruggt. Mikilvægast sé að til staðar séu skýrir verkferlar um hvernig eigi að bregðast við. Innlent 18.8.2025 11:08
„Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Rannsókn lögreglunnar á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega, en konan sem grunuð er um manndráp hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. ágúst. Innlent 18.8.2025 11:00
Í gæsluvarðhaldi fram í september Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt og gildir nú til 10. september. Innlent 18.8.2025 10:49