Sport

Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur er þremur medalíum ríkari eftir EM.
Hrafnhildur er þremur medalíum ríkari eftir EM. vísir/getty
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu.

Hrafnhildur synti á 30,91 sekúndu og var 10 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Jennie Johansson frá Svíþjóð. Hin finnska Jenna Laukkanen endaði í 3. sæti á 30,95.

Þetta eru þriðju verðlaunin sem Hrafnhildur vinnur á EM en hún vann einnig til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi.

Magnaður árangur hjá Hrafnhildi sem keppir í 4x100 fjórsundi ásamt íslensku boðsundssveitinni klukkan 16:06 á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×