Anna Claessen lifir drauminn í Hollywood Hanna Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2013 08:00 Anna Claessen ásamt eiginmanni sínum Dan Zerin. Saman mynda þau hljómsveitina Anna and the Bells. Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Söngkonan Anna Claessen ákvað að fylgja draumum sínum fyrir tveimur árum síðan og fluttist til Hollywood. Þar stundaði hún nám í tónsmíðum og söng við Musicians Institute. Á meðan á náminu stóð kynntist hún eiginmanni sínum, gítarleikaranum Dan Zerin, en þau giftu sig í mars síðastliðnum. Parið kynntist í röð fyrir utan tökuver The Jimmy Kimmel Show, en svo skemmtilega vildi til að Zerin var nemandi í sama skóla og Anna. Anna og eiginmaður hennar búa nú saman í Hollywood og hafa stofnað hljómsveitina Anna and the Bells. „Við stofnuðum hljómsveitina á síðasta ári og höfum síðan þá spilað í House of Blues í West Hollywood og í skólanum okkar. Hann semur tónlistina og ég sem textana. Við spilum sálarrokk, blöndu af motown og 70"s rokki. Við förum í raun í gegnum alla rokksöguna í lögunum okkar,“ segir Anna. Þessa dagana standa þau fyrir fjáröflun þar sem þau hafa í hyggju að gefa út sína fyrstu breiðskífu sem og tónlistarmyndband. „Okkur langar að gefa út metnaðarfulla plötu í fullri lengd og vandað myndband sem hægt er að sýna í sjónvarpi. Á meðan við vorum í námi fengum við oft vini og kunningja til að hjálpa okkur og fórum ódýrari leiðir. Núna erum við fagfólk og viljum leggja meiri metnað í hlutina.“Hér má sjá mann klæðast jakkanáttfötunum umræddu.Anna segir að allir þeir sem leggi hljómsveitinni lið fái eitthvað í staðinn, en það fari eftir upphæðinni hvað það er. Til að mynda fái þeir sem styrkja hljómsveitina um 10 dollara áritað póstkort frá hljómsveitinni en þeir sem leggja fram 150 dollara fá að koma fram sem aukaleikarar í væntanlegu tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni. „Við lögðum mikið á okkur að hafa flottar vörur handa fólki sem leggur okkur lið,“ segir Anna að lokum. Hægt er að styrkja Anna and the Bells með því að smella hér.Klæðist suitjamas á tónleikumAð sögn Önnu klæðist eiginmaður hennar jakkafötum sem kallast suitjamas þegar hljómsveitin kemur fram á tónleikum. Jakkafötin urðu þekkt eftir að Barney Stinson, sem Neil Patrick Harris leikur í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, klæddist þeim í einum þáttanna. „Dan klæðist suitjamas á öllum okkar tónleikum. Núna er hann víst á „Celebrity Wall“ hjá fyrirtækinu og hangir við hliðina á engum öðrum en Barney sjálfum. Svo Íslendingar geta stutt gott málefni og verið legen... wait for it.. DARY,“ segir Anna.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira