Aníta öflug í að slá þessi eldgömlu Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Sjá meira