Angist mánaðamótanna Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 18. september 2014 07:00 Þeir sem hafa ekki reynt það skilja það ekki, og þeir sem þekkja það sjá ekki leið út úr því. Angist mánaðamótanna. Við erum ekki að tala um angistina sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldunum. Hún er þó feikinóg hjá mörgum til þess að leggjast í bælið. Nei, við erum að tala um að geta ekki keypt mat. Að hafa engin úrræði önnur en einn matarpoka á viku frá hjálparstofnunum. Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn. Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt. En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?Eigum öll að axla ábyrgð Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn. Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur. Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa ekki reynt það skilja það ekki, og þeir sem þekkja það sjá ekki leið út úr því. Angist mánaðamótanna. Við erum ekki að tala um angistina sem fylgir því að eiga ekki fyrir skuldunum. Hún er þó feikinóg hjá mörgum til þess að leggjast í bælið. Nei, við erum að tala um að geta ekki keypt mat. Að hafa engin úrræði önnur en einn matarpoka á viku frá hjálparstofnunum. Áður var auðvelt að ná í mat úr gámum en útsjónarsemi verslunareigenda í að verja þá fer vaxandi. Við erum líka að tala um að eiga hvergi höfði sínu að að halla. Loks erum við að tala um að sama hvað maður gargar hátt í eymdinni, þá heyrir það enginn. Ég þekki þessa angist á eigin skinni og ég er líka nýsest í velferðarráð Reykjavíkurborgar. Þar er gott og vinnusamt fólk sem hamast við að forgangsraða til þeirra sem minnst mega sín og þurfa mest á aðstoð að halda. Fantaduglegar manneskjur sem vinna saman þvert á flokka. Nokkrar grýlur hrista hausinn og setja okkur steininn fyrir dyrnar, fjárskortur, kerfi sem silast áfram af gömlum og innbyggðum vana og enginn skilur til hlítar, úrtöluraddir þeirra sem fjandskapast við meirihlutann – fleiri gamlar lummur. Þegar lítið er til skiptanna þarf að bregða hnífnum, ömurlegt en óhjákvæmilegt. En samhliða þessu og því að endurbæta kerfið í sífellu þarf líka að gera tvennt. 1) Hafa öfluga neyðaraðstoð sem kemur í veg fyrir að fólk þurfi að bíða vikum saman eftir mat, húsaskjóli eða aðstoð við að komast á klósettið 2) Hugsa hlutina upp á nýtt, sem þjóð. Hvað gerum við til að hjálpa hvert öðru? Hvernig ölum við upp börnin okkar? Hvernig siðferði innrætum við þeim? Hvaða afstöðu til vinnu? Læra þau mikilvægi þess að gefa til samfélagsins? Hvernig sýnum við þunglyndum að þeir eru ekki einir í tilverunni? Skiptum við okkur af þegar einhver er einmana, á ekki fyrir mat, kemst ekki upp tröppurnar, skilur ekki íslensku?Eigum öll að axla ábyrgð Við erum upp til hópa gott fólk. Okkar hlutverk, ekki bara í velferðarráði heldur alls staðar í samfélaginu, er vissulega neyðaraðstoð en líka að reyna að hlúa að góðmennskunni, einfalda hlutina, gera þá gagnsærri og varast að falla í afskiptaleysisdjúp þess sem hefur það þokkalega gott og þarf ekki sjálfur á hjálp að halda. Það mun breytast einhvern daginn. Besta leiðin til að auka velferð í landinu okkar er að tala saman, kynna sér mál og skipta sér af. Stjórnmálamenn þurfa virkt aðhald, embættismenn líka. Ein leiðin er Betri Reykjavík. Þar vantar tillögur frá Reykvíkingum í velferðarmálum. Súpervinsælu tillögurnar fara fyrir borgina svo það er til mikils að vinna. Önnur leið er að láta alltaf vita þegar staðan er slæm. Nýr sviðsstjóri velferðarsviðs, Stefán Eiríksson, hefur orðið óþyrmilega var við angist og eymd í sínum fyrrverandi störfum hjá lögreglunni. Talið við Stefán, aðra hjá velferðarsviði eða okkur í velferðarráði, þið finnið nöfnin okkar með því að gúgla velferðarráð og velferðarsvið Reykjavíkur. Við eigum öll að axla ábyrgð eftir því sem við erum burðug til. Það er ekki í lagi að eitt barn sé útundan, ein kona þoli hungur, einn unglingspiltur fremji sjálfsmorð, ein fjölskylda eigi ekki fyrir tómstundum fyrir börnin, einn karl sé atvinnulaus og einmana, eitt par hafi ekki þak yfir höfuðið, einn aldraður fái aldrei axlanudd, einn fatlaður upplifi stöðugt að ekki er hlustað á hann. Það er bara ekki í lagi. Og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra og gagnrýna okkur sjálf, hvort sem við erum almenningur, þjónustunotendur, pólitíkusar, embættismenn. Stundum erum við hrædd við að tala við þá sem eru öðruvísi en við, ekki síst ef þeir eru þurfandi. Við lifum það af. Við getum látið okkur hvert annað varða, hvert með sínu nefi. Hvernig hljómar það?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar