Enski boltinn

Anelka má fara frá Chelsea

Sky greinir frá því í dag að Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hafi tjáð Frakkanum Nicolas Anelka að hann megi fara frá félaginu. Líklegt er að Frakkinn verði seldur í janúar.

Anelka fór ekki með Chelsea-liðinu til Þýskalands en það mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld. Villas-Boas hefur staðfest að leikmaðurinn sé ekki meiddur. Hann var einfaldlega ekki valinn.

Í gær greindi Vísir frá því að kínverskt félag væri til í að greiða Anelka gull og græna skóga. Sjálfur vill hann þó vera áfram hjá Chelsea en hann sér það ekki gerast. Samningur hans rennur út um næstu mánaðarmót.

Önnur félög sem eru orðuð við leikmanninn er rússneska liðið Anzhi, AC Milan og nokkur lið í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×