Sport

Andstæðingur Gunnars hefur unnið Rick Story

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John Hathaway.
John Hathaway. vísir/getty
Gunnar Nelson mun mæta Englendingnum John Hathaway í búrínu í Las Vegas þann 11. júlí næstkomandi. Það hefur mikið gengið á hjá Hathaway á ferlinum.

Hann er búinn að vinna 17 bardaga en tapa tveimur. Síðasta bardagi hans var fyrir 13 mánuðum síðan og þá tapaði hann. Hann vann þrjá bardaga þar á undan.

Hathaway hefur aftur á móti lítið keppt síðustu ár enda var hann greindur með Crohns-sjúkdóm árið 2010 og það hefur háð honum síðustu ár.

Crohns-sjúkdómur er langvinnur bólgusjúkdómur sem einkennist af tímabilum þar sem sjúklingurinn er með hita, kviðverki, niðurgang og jafnvel megrast en þess á milli er hann einkennalítill/laus að því er kemur fram á doktor.is.

Hathaway keppti einu sinni árið 2011 og tvisvar árið 2012. Þá tók hann sér frí vegna veikindanna en kom til baka í fyrra.

Gunnar keppti síðast í október í fyrra er hann tapaði sínum fyrsta bardaga. Það var gegn Rick Story og tapaði Gunnar á dómaraúrskurði.

Hathaway kannast vel við Story en þeir mættust í búrinu árið 2009. Sá bardagi fór allar þrjár loturnar og dæmdu allir dómararnir Hathaway sigur. Hann kláraði því manninn sem stöðvaði Gunnar.

Það verður áhugavert að sjá hvernig Hathaway mætir til leiks í Las Vegas.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×