Handbolti

Andstæðingar Dana hafa samþykkt olnbogahlíf Rene Toft

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hansen með hlífina umdeildu.
Hansen með hlífina umdeildu. vísir/getty
René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í gærkvöldi.

Ástæðan er að olnbogahlíf sem Hansen spilar alltaf með er ekki álitin lögleg samkvæmt reglum IHF, Alþjóðahandknattleikssambandsins.

Danir unnu leikinn mjög örugglega og þurftu í raun ekkert á Hansen að halda. Nýjar reglur tóku gildi í júlí á síðasta ári og þær komu í veg fyrir Hansen gæti spilað með hlífina á Ólympíuleikunum í Ríó.

Hassan Moustafa, hinn afar umdeildi forseti IHF, hefur nú blandað sér í málið og segir að Hansen megi spila með hlífina, að því gefnu að mótherjar Dana samþykki það.

Allar þjóðir þurfa að samþykkja olnbogahlíf Hansen og núna hafa þær allar lagt blessun sína yfir hana. Svíar voru síðastir til að samþykkja en þar þurfti málið að fara í gegnum ákveðið ferli hjá sænska handknattleikssambandinu. Danski miðilinn DR greinir frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×