Andstaða við að ríkið taki við lífeyrisskuldbindingum RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2015 19:30 Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu stjórnvalda um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga Ríkisútvarpsins til að létta á gríðarlegum skuldum þess, eins og stjórnendur þess leggja til. Menntamálaráðherra segir ekki óeðlilegt að rekstur Ríkisútvarpsins taki breytingum í takt við tækninýjungar. Skuldavandi Ríkisútvarpsins er gríðarlegur og til að mæta honum hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins m.a. ákveðið að selja stóra lóð við hliðina á útvarpshúsinu. En það eitt dugar ekki til. Rætt hefur verið að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. en um það er menn ekki á eitt sáttir í stjórnarliðinu. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp í haust sem afturkallar fyrirhugaða lækkun á útvarpsgjaldinu á almenning, til að mæta skuldavandanum. En í fjárlaganefnd er mikil andstaða meðal stjórnarflokkanna við tillögu stjórnar Ríkisútvarpsins um að ríkið yfirtaki einnig milljarða lífeyrisskuldbindingu stofnunarinnar. „En ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldinu til stofnunarinnar og síðan ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það gera málið enn erfiðara að það sé töluverð skuldasöfnun hjá Ríkisútvarpinu umfram lífeyrisskuldbindingarnar. Þetta verði allt að skoða í samhengi við eignir. „Ég hef ekki viljað taka neina afstöðu strax til þessa máls. Þetta er mál, eins og réttilega hefur verið bent á, getur haft fordæmisgildi. Það þarf þá að vega og meta hvaða eignir eru þarna inni í ohf-inu. Þetta er mál sem snertir auðvitað mjög fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem verið er að ákveða þessa dagana,“ segir Illugi. Menntamálaráðherra segir að stjórnvöld hafi nýlega sett á laggirnar nefnd undir forystu Eyþórs Arnalds sem eigi að skoða allan rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins og greina vandann. Ekki óeðlilegt að Ríkisútvarpið taki breytingum eins og aðrir fjölmiðlar í ljósi tækniþróunar. Staða Ríkisútvarpsins sé hins vegar alvarleg. „En mér finnst auðvitað ekki gott að það sé bara gert út frá því að menn eru komnir í slíkar heljarstöðu með reksturinn að það einhvern veginn eitt og sér valdi breytingunum,“ segir menntamálaráðherra. Þá þurfi að huga að samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins gagnvart öðrum fjölmiðlum ef rekstur þess verði styrktur. „Að sjálfsögðu er auðvitað alveg eðlilegt að alltaf sé spurt að því á hverjum tíma hver samkeppnisstaðan sé. Hvort það sé verið að gera öðrum fjölmiðlum erfitt um vik. Þetta er allt gömul umræða og ný,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu stjórnvalda um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga Ríkisútvarpsins til að létta á gríðarlegum skuldum þess, eins og stjórnendur þess leggja til. Menntamálaráðherra segir ekki óeðlilegt að rekstur Ríkisútvarpsins taki breytingum í takt við tækninýjungar. Skuldavandi Ríkisútvarpsins er gríðarlegur og til að mæta honum hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins m.a. ákveðið að selja stóra lóð við hliðina á útvarpshúsinu. En það eitt dugar ekki til. Rætt hefur verið að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. en um það er menn ekki á eitt sáttir í stjórnarliðinu. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp í haust sem afturkallar fyrirhugaða lækkun á útvarpsgjaldinu á almenning, til að mæta skuldavandanum. En í fjárlaganefnd er mikil andstaða meðal stjórnarflokkanna við tillögu stjórnar Ríkisútvarpsins um að ríkið yfirtaki einnig milljarða lífeyrisskuldbindingu stofnunarinnar. „En ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldinu til stofnunarinnar og síðan ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það gera málið enn erfiðara að það sé töluverð skuldasöfnun hjá Ríkisútvarpinu umfram lífeyrisskuldbindingarnar. Þetta verði allt að skoða í samhengi við eignir. „Ég hef ekki viljað taka neina afstöðu strax til þessa máls. Þetta er mál, eins og réttilega hefur verið bent á, getur haft fordæmisgildi. Það þarf þá að vega og meta hvaða eignir eru þarna inni í ohf-inu. Þetta er mál sem snertir auðvitað mjög fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem verið er að ákveða þessa dagana,“ segir Illugi. Menntamálaráðherra segir að stjórnvöld hafi nýlega sett á laggirnar nefnd undir forystu Eyþórs Arnalds sem eigi að skoða allan rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins og greina vandann. Ekki óeðlilegt að Ríkisútvarpið taki breytingum eins og aðrir fjölmiðlar í ljósi tækniþróunar. Staða Ríkisútvarpsins sé hins vegar alvarleg. „En mér finnst auðvitað ekki gott að það sé bara gert út frá því að menn eru komnir í slíkar heljarstöðu með reksturinn að það einhvern veginn eitt og sér valdi breytingunum,“ segir menntamálaráðherra. Þá þurfi að huga að samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins gagnvart öðrum fjölmiðlum ef rekstur þess verði styrktur. „Að sjálfsögðu er auðvitað alveg eðlilegt að alltaf sé spurt að því á hverjum tíma hver samkeppnisstaðan sé. Hvort það sé verið að gera öðrum fjölmiðlum erfitt um vik. Þetta er allt gömul umræða og ný,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira