Andstaða við að ríkið taki við lífeyrisskuldbindingum RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2015 19:30 Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu stjórnvalda um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga Ríkisútvarpsins til að létta á gríðarlegum skuldum þess, eins og stjórnendur þess leggja til. Menntamálaráðherra segir ekki óeðlilegt að rekstur Ríkisútvarpsins taki breytingum í takt við tækninýjungar. Skuldavandi Ríkisútvarpsins er gríðarlegur og til að mæta honum hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins m.a. ákveðið að selja stóra lóð við hliðina á útvarpshúsinu. En það eitt dugar ekki til. Rætt hefur verið að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. en um það er menn ekki á eitt sáttir í stjórnarliðinu. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp í haust sem afturkallar fyrirhugaða lækkun á útvarpsgjaldinu á almenning, til að mæta skuldavandanum. En í fjárlaganefnd er mikil andstaða meðal stjórnarflokkanna við tillögu stjórnar Ríkisútvarpsins um að ríkið yfirtaki einnig milljarða lífeyrisskuldbindingu stofnunarinnar. „En ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldinu til stofnunarinnar og síðan ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það gera málið enn erfiðara að það sé töluverð skuldasöfnun hjá Ríkisútvarpinu umfram lífeyrisskuldbindingarnar. Þetta verði allt að skoða í samhengi við eignir. „Ég hef ekki viljað taka neina afstöðu strax til þessa máls. Þetta er mál, eins og réttilega hefur verið bent á, getur haft fordæmisgildi. Það þarf þá að vega og meta hvaða eignir eru þarna inni í ohf-inu. Þetta er mál sem snertir auðvitað mjög fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem verið er að ákveða þessa dagana,“ segir Illugi. Menntamálaráðherra segir að stjórnvöld hafi nýlega sett á laggirnar nefnd undir forystu Eyþórs Arnalds sem eigi að skoða allan rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins og greina vandann. Ekki óeðlilegt að Ríkisútvarpið taki breytingum eins og aðrir fjölmiðlar í ljósi tækniþróunar. Staða Ríkisútvarpsins sé hins vegar alvarleg. „En mér finnst auðvitað ekki gott að það sé bara gert út frá því að menn eru komnir í slíkar heljarstöðu með reksturinn að það einhvern veginn eitt og sér valdi breytingunum,“ segir menntamálaráðherra. Þá þurfi að huga að samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins gagnvart öðrum fjölmiðlum ef rekstur þess verði styrktur. „Að sjálfsögðu er auðvitað alveg eðlilegt að alltaf sé spurt að því á hverjum tíma hver samkeppnisstaðan sé. Hvort það sé verið að gera öðrum fjölmiðlum erfitt um vik. Þetta er allt gömul umræða og ný,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Sjá meira
Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu stjórnvalda um yfirtöku lífeyrisskuldbindinga Ríkisútvarpsins til að létta á gríðarlegum skuldum þess, eins og stjórnendur þess leggja til. Menntamálaráðherra segir ekki óeðlilegt að rekstur Ríkisútvarpsins taki breytingum í takt við tækninýjungar. Skuldavandi Ríkisútvarpsins er gríðarlegur og til að mæta honum hafa stjórnendur Ríkisútvarpsins m.a. ákveðið að selja stóra lóð við hliðina á útvarpshúsinu. En það eitt dugar ekki til. Rætt hefur verið að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. en um það er menn ekki á eitt sáttir í stjórnarliðinu. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp í haust sem afturkallar fyrirhugaða lækkun á útvarpsgjaldinu á almenning, til að mæta skuldavandanum. En í fjárlaganefnd er mikil andstaða meðal stjórnarflokkanna við tillögu stjórnar Ríkisútvarpsins um að ríkið yfirtaki einnig milljarða lífeyrisskuldbindingu stofnunarinnar. „En ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldinu til stofnunarinnar og síðan ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það gera málið enn erfiðara að það sé töluverð skuldasöfnun hjá Ríkisútvarpinu umfram lífeyrisskuldbindingarnar. Þetta verði allt að skoða í samhengi við eignir. „Ég hef ekki viljað taka neina afstöðu strax til þessa máls. Þetta er mál, eins og réttilega hefur verið bent á, getur haft fordæmisgildi. Það þarf þá að vega og meta hvaða eignir eru þarna inni í ohf-inu. Þetta er mál sem snertir auðvitað mjög fjármálaráðuneytið og fjármálaráðherra og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem verið er að ákveða þessa dagana,“ segir Illugi. Menntamálaráðherra segir að stjórnvöld hafi nýlega sett á laggirnar nefnd undir forystu Eyþórs Arnalds sem eigi að skoða allan rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins og greina vandann. Ekki óeðlilegt að Ríkisútvarpið taki breytingum eins og aðrir fjölmiðlar í ljósi tækniþróunar. Staða Ríkisútvarpsins sé hins vegar alvarleg. „En mér finnst auðvitað ekki gott að það sé bara gert út frá því að menn eru komnir í slíkar heljarstöðu með reksturinn að það einhvern veginn eitt og sér valdi breytingunum,“ segir menntamálaráðherra. Þá þurfi að huga að samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins gagnvart öðrum fjölmiðlum ef rekstur þess verði styrktur. „Að sjálfsögðu er auðvitað alveg eðlilegt að alltaf sé spurt að því á hverjum tíma hver samkeppnisstaðan sé. Hvort það sé verið að gera öðrum fjölmiðlum erfitt um vik. Þetta er allt gömul umræða og ný,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Sjá meira