Viðskipti erlent

Android stýrikerfið ráðandi á snjallsímamarkaði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Yfir 300 milljónir snjallsíma seldust í heiminum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt markaðsráðgjafarfyrirtækinu IDC. Þá keyra 96,4 prósent snjallsíma í heiminum á stýrikerfunum iOs (Apple) og Android.

Fyrirtækið segir segir að í heild hafi 301,3 milljónir síma verið settir á markaði á ársfjórðunginum, þar af 255,3 milljónir Android síma. Sem er hækkun um 33,3 prósent. Þrátt fyrir að Android og iOs símum hafi fjölgað, minnkaði markaðshlutdeild hjá hinum framleiðendum.

Af Android símum er stærsti hlutur þeirra framleiddir af Samsung, eða 29,3 prósent. Fyrir tveimur árum var hlutfall Samsung síma þó 40 prósent. Síðan þá hafa framleiðendur eins og Coolpad, Huawei, Lenovo, LG og ZTE stækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×