Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 08:58 Andri Snær sagði framboð hans hafa átt von á ýmsu óvæntu þegar í ljós kom að Ólafur Ragnar hefði ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta í sjötta skiptið. visir/valli Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, fer nokkuð mikinn í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir lýðræðið virka vegna þess að kjarni þess sé óvissan. „Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.“ Andri Snær segir Íslendinga hafa kallað ýmislegt yfir sig í leit að öryggi. Þar með talið lán og leiðréttingar, og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. „Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“Andri Snær segir óvissu um hlutverk og vald forseta Íslands kalla á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið sé ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þurfi að berjast fyrir og mikilvæg embætti megi ekki verða persónulegt lén einstaklinga.„Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.“Greinina í heild má lesa hér. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, fer nokkuð mikinn í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir lýðræðið virka vegna þess að kjarni þess sé óvissan. „Lýðræðið er vettvangur þar sem nýjar og gamlar hugmyndir mætast en útkoman er aldrei fyrirsjáanleg. Hugmyndin var sú að fólkið sjálft mætti velja einhverja úr sínum röðum til að taka tímabundna ábyrgð í stað þess að treysta á konung til lífstíðar. Lýðræðið afnam ættarveldið og erfðafestina. Hugmyndin var að koma á heilbrigðu sambandi við valdið, vegna þess að það er eitthvað í genunum okkar sem þráir öryggi og óttast óvissuna.“ Andri Snær segir Íslendinga hafa kallað ýmislegt yfir sig í leit að öryggi. Þar með talið lán og leiðréttingar, og stórframkvæmdir vegna þess að við viljum skjól og stöðugleika. „Og nú hefur forsetinn hætt við að hætta í annað skipti og hann varar við óvissunni. En þá má spyrja sig. Er kjósendum fyrir þingkosningar treystandi? Er óvissa um úrslit alþingiskosninga svo mikil að enginn annar geti staðið í brúnni? Eru hugsanlegir frambjóðendur verri en áður? Og af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“Andri Snær segir óvissu um hlutverk og vald forseta Íslands kalla á breytta og bætta stjórnarskrá. Lýðræðið sé ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þurfi að berjast fyrir og mikilvæg embætti megi ekki verða persónulegt lén einstaklinga.„Verkefnin framundan eru spennandi. Náttúran, tungumálin og sjálft hlutverk forsetans. Öll þessi mál eru hlaðin óvissu. Það er í óvissunni sem andstæður mætast og hið óvænta gerist. Óvissan er kjarninn í lífinu, annað nafn á framtíðinni og við verðum að mæta henni opin og óttalaus.“Greinina í heild má lesa hér.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira