Andri Freyr rauk út úr stúdíóinu og skellti á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2015 11:52 Guðrún Sóley hrærði svo upp í reynsluboltanum Andra að hann missti sig í beinni útsendingu. Þeim Andra Frey Viðarssyni og Guðrúnu Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarmönnum á Rás 2, lenti harkalega saman í beinni útsendingu í gær. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við. Útvarpshlustendum brá nokkuð í brún, enda ekki vanir átökum af þessu tagi í sjálfu ríkisútvarpinu en afar grunnt virtist á því góða milli hans og svo Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur sem hafði umsjá með morgunþættinum ásamt Jóni Þór Helgasyni. Þeim samskiptum lauk með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi. Rígurinn snerist um tónlistarsmekk og svo lífsstílsblogg Andra Freys, en hann furðaði sig á því að Guðrúnu Sóley þætti það svona fyndið. Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá hjá Andra Frey, spurði Guðrún Sóley hvort ætti að breyta eitthvað til, hafa eitthvað skemmtilegt, tók Andri Freyr því óstinnt upp: „Þú ert svo leiðinleg að ég nenni ekki að koma hérna lengur.“ Og við svo búið rauk hann út eftir skammvinnar orðahnippingar. Samkvæmt heimildum Vísis var haldinn hálfgildings neyðarfundur um samstarfsörðugleika milli dagskrárgerðarmanna á Rás 2 en Guðrún Sóley vísar því alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Neinei, þetta var svo agnarsmátt að engin ástæða var til að funda um þetta,“ segir Guðrún Sóley og segir þetta storm í vatnsglasi. „Þetta var allt á ljúfu nótunum.“ En, það getur nú fokið í Austfirðinginn? „Já er það? Nei, hann Andri er svo ljúfur,“ segir Guðrún Sóley og vill meina að þeirra samskipti hafi verið í hinu mesta gríni, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hún segir að þetta hafi verið til þess eins fallið að skerpa á kærleikanum þeirra á milli.Hér má hlusta á umrædda rimmuna sem er undir lok þáttar, 1:28:00, og ef þetta er grín verður að segjast að þau Guðrún Sóley og Andri Freyr sýna þarna leikhæfileika svo af ber. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Þeim Andra Frey Viðarssyni og Guðrúnu Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarmönnum á Rás 2, lenti harkalega saman í beinni útsendingu í gær. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við. Útvarpshlustendum brá nokkuð í brún, enda ekki vanir átökum af þessu tagi í sjálfu ríkisútvarpinu en afar grunnt virtist á því góða milli hans og svo Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur sem hafði umsjá með morgunþættinum ásamt Jóni Þór Helgasyni. Þeim samskiptum lauk með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi. Rígurinn snerist um tónlistarsmekk og svo lífsstílsblogg Andra Freys, en hann furðaði sig á því að Guðrúnu Sóley þætti það svona fyndið. Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá hjá Andra Frey, spurði Guðrún Sóley hvort ætti að breyta eitthvað til, hafa eitthvað skemmtilegt, tók Andri Freyr því óstinnt upp: „Þú ert svo leiðinleg að ég nenni ekki að koma hérna lengur.“ Og við svo búið rauk hann út eftir skammvinnar orðahnippingar. Samkvæmt heimildum Vísis var haldinn hálfgildings neyðarfundur um samstarfsörðugleika milli dagskrárgerðarmanna á Rás 2 en Guðrún Sóley vísar því alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Neinei, þetta var svo agnarsmátt að engin ástæða var til að funda um þetta,“ segir Guðrún Sóley og segir þetta storm í vatnsglasi. „Þetta var allt á ljúfu nótunum.“ En, það getur nú fokið í Austfirðinginn? „Já er það? Nei, hann Andri er svo ljúfur,“ segir Guðrún Sóley og vill meina að þeirra samskipti hafi verið í hinu mesta gríni, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hún segir að þetta hafi verið til þess eins fallið að skerpa á kærleikanum þeirra á milli.Hér má hlusta á umrædda rimmuna sem er undir lok þáttar, 1:28:00, og ef þetta er grín verður að segjast að þau Guðrún Sóley og Andri Freyr sýna þarna leikhæfileika svo af ber.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira