Íslenski boltinn

Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn fögnuðu dramatískum sigri í kvöld.
Eyjamenn fögnuðu dramatískum sigri í kvöld.
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma.

„Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Við lentum manni færri og unnum fyrir þessum sigri, það er klárt. „Við féllum aftarlega í seinni hálfleik og fengum fáar sóknir en svo var svolítil heppni með okkur að setja hann í vinkilinn í lokin. Mér fannst þeir ekkert eiga þetta skilið," sagði Andri sem gat ekkert sagt til um rauða spjaldið sem Tryggvi Guðmundsson fékk á 45.mínútu.

„Það er alltaf erfitt að fá rautt hérna en við fengum líka rautt spjald hérna í fyrra. Ég sá þetta ekki og get því ekki dæmt um þetta. það voru nokkur atriði í leiknum sem voru vafasöm en Kiddi var annars bara fínn," sagði Andri en hann segir að hálfleiksræða Heimis Hallgrímssonar hafi haft mikið að segja í kvöld.

„Það var gargað á okkur í fimmtán mínútur í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með vinnuframlagið eða að við héldum boltanum illa. Menn lögðu sig því fram þótt að það hafi ekki verið mikið spil hjá okkur," sagði Andri.

„Það var ótrúlegt að ná að klára leikinn með svona marki en það var bara eitthvað með okkur í dag. Okkur var boðið í afmæli og maður mætir bara í afmælið. Það á að vera gaman í afmæli og okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli," sagði Andri að lokum.




Tengdar fréttir

Þórarinn Ingi: Okkar mottó er að gefast aldrei upp

Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Val með stórkostlegu skoti utan teigs þegar 90 mínútur voru nýkomnar upp á vallarklukkuna.

Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma.

Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi

Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það.

Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna

Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×