Andrés segir ummæli Daniels Hannan „hlægileg" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2010 21:55 Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna. Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir að ummæli Daniels Hannan um að hagsmunum Breta væri betur borgið í EES-samstarfinu en í Evrópusambandinu algjörlega hlægileg. Hann segir að Hannan sé eindreginn ESB-anstæðingur og setja þurfi skoðanir hans á Evrópumálum í það samhengi. Bretinn Daniel Hannan þingmaður á Evrópuþinginu lýsti þeirri skoðun í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hagsmunum Íslands væri miklu betur borgið utan Evrópusambandsins. Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna sem berjast fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið, segir að Daniel Hannan sé eindreginn andstæðingur ESB og því verði að skoða ummæli hans í því ljósi. „Ég myndi nú ekki taka boðskap Daniel Hannan sem einhvern algildan sannleika í þessu máli. Hann er þekktur Evrópuandstæðingur og er í útjaðri Íhaldsflokksins. Hann hefur m.a verið settur niður af flokknum í Bretlandi fyrir ýmis ummæli sín, m.a um breska heilbrigðiskerfið og annað," segir Andrés. Daniel Hannan sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að þingmenn Evrópuþingsins héldu að Íslendingar væru svo örvæntingarfullir vegna ástandsins hér á landi að þeir myndu í raun og veru samþykkja hvaða aðildarskilmála sem er að loknum aðlögunarviðræðum. „Ég skil nú eiginlega ekki þessi ummæli og þau dæma sig eiginlega sjálf. Langflestar þjóðir sem hafa gengið inn í Evrópusambandið hafa gengið inn í kreppu og menn hafa séð ákveðna leið og lausn að ganga í Evrópusambandið." En erum við ekki í miklu betri samningsstöðu þegar við erum búin að rétta okkur af hérna heima? „Jú, það má segja það, enda höfum við í Evrópusamtökunum og Evrópusinnar almennt alltaf haldið því fram að við eigum að semja þegar við erum í styrkleika," segir Andrés. Daniel Hannan sagðist gjarnan vilja skipta á þeim skilmálum sem Bretar hefðu sem fullgildir meðlimir í ESB og þeim skilmálum sem Íslendingar hefðu í EES-samstarfinu. „Þetta er í raun og veru mjög undarleg ummæli frá þingmanni sem á að vita betur. (...) Þetta eru á margan hátt eiginlega hlægileg ummæli," segir Andrés. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir að ummæli Daniels Hannan um að hagsmunum Breta væri betur borgið í EES-samstarfinu en í Evrópusambandinu algjörlega hlægileg. Hann segir að Hannan sé eindreginn ESB-anstæðingur og setja þurfi skoðanir hans á Evrópumálum í það samhengi. Bretinn Daniel Hannan þingmaður á Evrópuþinginu lýsti þeirri skoðun í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hagsmunum Íslands væri miklu betur borgið utan Evrópusambandsins. Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna sem berjast fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið, segir að Daniel Hannan sé eindreginn andstæðingur ESB og því verði að skoða ummæli hans í því ljósi. „Ég myndi nú ekki taka boðskap Daniel Hannan sem einhvern algildan sannleika í þessu máli. Hann er þekktur Evrópuandstæðingur og er í útjaðri Íhaldsflokksins. Hann hefur m.a verið settur niður af flokknum í Bretlandi fyrir ýmis ummæli sín, m.a um breska heilbrigðiskerfið og annað," segir Andrés. Daniel Hannan sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að þingmenn Evrópuþingsins héldu að Íslendingar væru svo örvæntingarfullir vegna ástandsins hér á landi að þeir myndu í raun og veru samþykkja hvaða aðildarskilmála sem er að loknum aðlögunarviðræðum. „Ég skil nú eiginlega ekki þessi ummæli og þau dæma sig eiginlega sjálf. Langflestar þjóðir sem hafa gengið inn í Evrópusambandið hafa gengið inn í kreppu og menn hafa séð ákveðna leið og lausn að ganga í Evrópusambandið." En erum við ekki í miklu betri samningsstöðu þegar við erum búin að rétta okkur af hérna heima? „Jú, það má segja það, enda höfum við í Evrópusamtökunum og Evrópusinnar almennt alltaf haldið því fram að við eigum að semja þegar við erum í styrkleika," segir Andrés. Daniel Hannan sagðist gjarnan vilja skipta á þeim skilmálum sem Bretar hefðu sem fullgildir meðlimir í ESB og þeim skilmálum sem Íslendingar hefðu í EES-samstarfinu. „Þetta er í raun og veru mjög undarleg ummæli frá þingmanni sem á að vita betur. (...) Þetta eru á margan hátt eiginlega hlægileg ummæli," segir Andrés.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira