Andlegt ofbeldi í Sjálfstæðisflokknum Þórir Stephensen og fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey skrifa 9. mars 2013 06:00 Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn sextán ára gamall. Ég fór fagnandi til starfs í flokki sem vildi efla gildi mennskunnar og sameina frjálsa, sterka einstaklinga til sameiginlegs átaks og áhrifa í þjóðfélaginu hinu unga Íslandi til blessunar. Þessi flokkur var þá höfuðvígi frjálsrar hugsunar og einstaklingsframtaks. Stjórnviska og víðsýni prýddu leiðtoga hans. Þeir tóku forystu í flestum hinum mikilvægustu málum. Þeir leiddu viðreisnarstjórnina, komu landhelginni í 200 mílur og áttu langstærstan hlut í að Íslendingar gengu í Atlantshafsbandalagið, varnarbandalag vestrænna þjóða. Í átökunum um hið síðastnefnda stóð ég stoltur vörð við Alþingishúsið, þegar kommúnistar gerðu árás á það 1949. Undir sjónarhorni sjálfstæðisstefnunnar hef ég horft glaður mót hækkandi sól í íslensku þjóðlífi og fundið mig æ betur í því fjölþjóðlega umhverfi, sem V-Evrópa nýtur nú. Ég hefði aldrei trúað því, að óreyndu, að þetta ætti eftir að breytast, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki lengur málsvari frjálsrar hugsunar, að þar ættu eftir að komast til valda fulltrúar einangrunar og forræðishyggju, þar sem flokkurinn ætti að ráða því hvað menn hugsuðu og gerðu, að ekki yrðu leyfðar samræður forystunnar og grasrótarinnar, ef upp kæmi meiningamunur.Við einir vitum Þetta er þó staðreyndin í dag. Umræðan um Evrópusambandið er, að mínu áliti, rekin á svo barnalegum og heimskulegum grunni og af slíku ofstæki, að enginn sæmilega viti borinn maður getur lagt slíku lið. Evrópusinnar í flokknum hafa beðið um það eitt að fá að sjá samning við ESB, sem svo verði lagður fyrir þjóðina. Enginn okkar vill missa neitt af sjálfstæði okkar. Það hefur heldur ekki gerst, þótt Alþingi sé þegar búið að samþykkja meirihluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES. Við væntum hins vegar góðs samnings, er muni færa okkur aukið öryggi í fjármálum og hagkvæmustu leiðirnar til að losa okkur við verðtryggingu og óðaverðbólgu, styrkja helstu atvinnuvegi okkar og færa okkur menningarlegan ávinning. Við höfum margreynt að fá þessar hugmyndir ræddar í Valhöll, en svarið hefur ætíð verið: „Þess gerist ekki þörf. Við (einir) vitum allt um þetta. Við fáum ekkert út úr þessu.“ Vitandi betur gekk ég úr flokknum 2010 eftir 63 ára veru. Á síðustu tveimur landsfundum hefur verið samþykkt, fyrst að fresta en nú að slíta viðræðum og taka þær ekki upp fyrr en að undangengnu þjóðaratkvæði. Það er afar ósanngjarnt, að ætla mönnum að skoða slíkt undir stöðugu skítkasti og blekkingum Morgunblaðsins. Til þess að geta gefið yfirvegað samþykki sitt í svo miklu grundvallarmáli, þurfa menn að hafa samninginn sjálfan á borðinu, en ekki bara áróður já- og nei-manna.Skoðanakúgun og bókabrennur Að mínum dómi er það lítilsvirðing við þá, sem aðhyllast frjálsa hugsun, að bjóða upp á það sem flokkurinn gerði í lokaályktun sinni: Að slíta viðræðum, sem hafnar voru að ákvörðun Alþingis, er í raun uppreisn gegn þingræðinu. Að finna að því, að sendiherra ESB hér á landi tali hér á fundum, er fráleit hugsunarskekkja í nútímaþjóðfélagi. Og loks er ákvæðið um að láta loka upplýsingastofu ESB í Reykjavík fáheyrð skoðanakúgun. Aldrei nokkurn tíma var reynt að reka MÍR úr landi. En við fórum stundum þangað Heimdellingar til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þröngsýni Rússa. Upplýsingastofnun Bandaríkjanna var mjög hliðstæð Evrópustofunni og þar naut ég margs góðs til stuðnings starfi mínu. Ég þáði einnig boð í lærdómsríka ferð til Brussel og Óslóar á vegum Varðbergs. Allt var þetta jákvætt og í anda frjálsrar hugsunar. En það sem er nú komið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, rímar einkum við þrennt sem ég man eftir: Kaþólsku kirkjuna á hinum svörtustu miðöldum, er hún samdi „Skrá yfir bannaðar bækur“. Í öðru sæti eru bókabrennur Hitlers. Í þriðja sæti kemur svo ritskoðun Sovétsins. Allt fellur þetta undir hugtakið andlegt ofbeldi. Ég get vel viðurkennt, að ég hef fundið fyrir pólitískri heimþrá, síðan ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn og hef nú í aðdraganda kosninganna lagt mjög að forystumönnum hans að gera okkur, hinum týndu sonum, fært að snúa heim aftur. Viðbrögðin hafa öll verið eins, algjört nei. En eftir lestur landsfundarályktunarinnar og þess hryllings andlegs ofbeldis, sem þar er boðaður, þá hefur heimþráin horfið sem dögg fyrir sólu. Hin frjálsa hugsun er horfin. Þess vegna á ég þarna hvorki skjól né erindi lengur og hlýt að spyrja: Hvers konar menn eru búnir að yfirtaka minn gamla flokk? Á hvaða leið er hann? Hann er a.m.k. ekki þess verður, að ég eða aðrir kjósi hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn sextán ára gamall. Ég fór fagnandi til starfs í flokki sem vildi efla gildi mennskunnar og sameina frjálsa, sterka einstaklinga til sameiginlegs átaks og áhrifa í þjóðfélaginu hinu unga Íslandi til blessunar. Þessi flokkur var þá höfuðvígi frjálsrar hugsunar og einstaklingsframtaks. Stjórnviska og víðsýni prýddu leiðtoga hans. Þeir tóku forystu í flestum hinum mikilvægustu málum. Þeir leiddu viðreisnarstjórnina, komu landhelginni í 200 mílur og áttu langstærstan hlut í að Íslendingar gengu í Atlantshafsbandalagið, varnarbandalag vestrænna þjóða. Í átökunum um hið síðastnefnda stóð ég stoltur vörð við Alþingishúsið, þegar kommúnistar gerðu árás á það 1949. Undir sjónarhorni sjálfstæðisstefnunnar hef ég horft glaður mót hækkandi sól í íslensku þjóðlífi og fundið mig æ betur í því fjölþjóðlega umhverfi, sem V-Evrópa nýtur nú. Ég hefði aldrei trúað því, að óreyndu, að þetta ætti eftir að breytast, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki lengur málsvari frjálsrar hugsunar, að þar ættu eftir að komast til valda fulltrúar einangrunar og forræðishyggju, þar sem flokkurinn ætti að ráða því hvað menn hugsuðu og gerðu, að ekki yrðu leyfðar samræður forystunnar og grasrótarinnar, ef upp kæmi meiningamunur.Við einir vitum Þetta er þó staðreyndin í dag. Umræðan um Evrópusambandið er, að mínu áliti, rekin á svo barnalegum og heimskulegum grunni og af slíku ofstæki, að enginn sæmilega viti borinn maður getur lagt slíku lið. Evrópusinnar í flokknum hafa beðið um það eitt að fá að sjá samning við ESB, sem svo verði lagður fyrir þjóðina. Enginn okkar vill missa neitt af sjálfstæði okkar. Það hefur heldur ekki gerst, þótt Alþingi sé þegar búið að samþykkja meirihluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES. Við væntum hins vegar góðs samnings, er muni færa okkur aukið öryggi í fjármálum og hagkvæmustu leiðirnar til að losa okkur við verðtryggingu og óðaverðbólgu, styrkja helstu atvinnuvegi okkar og færa okkur menningarlegan ávinning. Við höfum margreynt að fá þessar hugmyndir ræddar í Valhöll, en svarið hefur ætíð verið: „Þess gerist ekki þörf. Við (einir) vitum allt um þetta. Við fáum ekkert út úr þessu.“ Vitandi betur gekk ég úr flokknum 2010 eftir 63 ára veru. Á síðustu tveimur landsfundum hefur verið samþykkt, fyrst að fresta en nú að slíta viðræðum og taka þær ekki upp fyrr en að undangengnu þjóðaratkvæði. Það er afar ósanngjarnt, að ætla mönnum að skoða slíkt undir stöðugu skítkasti og blekkingum Morgunblaðsins. Til þess að geta gefið yfirvegað samþykki sitt í svo miklu grundvallarmáli, þurfa menn að hafa samninginn sjálfan á borðinu, en ekki bara áróður já- og nei-manna.Skoðanakúgun og bókabrennur Að mínum dómi er það lítilsvirðing við þá, sem aðhyllast frjálsa hugsun, að bjóða upp á það sem flokkurinn gerði í lokaályktun sinni: Að slíta viðræðum, sem hafnar voru að ákvörðun Alþingis, er í raun uppreisn gegn þingræðinu. Að finna að því, að sendiherra ESB hér á landi tali hér á fundum, er fráleit hugsunarskekkja í nútímaþjóðfélagi. Og loks er ákvæðið um að láta loka upplýsingastofu ESB í Reykjavík fáheyrð skoðanakúgun. Aldrei nokkurn tíma var reynt að reka MÍR úr landi. En við fórum stundum þangað Heimdellingar til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þröngsýni Rússa. Upplýsingastofnun Bandaríkjanna var mjög hliðstæð Evrópustofunni og þar naut ég margs góðs til stuðnings starfi mínu. Ég þáði einnig boð í lærdómsríka ferð til Brussel og Óslóar á vegum Varðbergs. Allt var þetta jákvætt og í anda frjálsrar hugsunar. En það sem er nú komið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, rímar einkum við þrennt sem ég man eftir: Kaþólsku kirkjuna á hinum svörtustu miðöldum, er hún samdi „Skrá yfir bannaðar bækur“. Í öðru sæti eru bókabrennur Hitlers. Í þriðja sæti kemur svo ritskoðun Sovétsins. Allt fellur þetta undir hugtakið andlegt ofbeldi. Ég get vel viðurkennt, að ég hef fundið fyrir pólitískri heimþrá, síðan ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn og hef nú í aðdraganda kosninganna lagt mjög að forystumönnum hans að gera okkur, hinum týndu sonum, fært að snúa heim aftur. Viðbrögðin hafa öll verið eins, algjört nei. En eftir lestur landsfundarályktunarinnar og þess hryllings andlegs ofbeldis, sem þar er boðaður, þá hefur heimþráin horfið sem dögg fyrir sólu. Hin frjálsa hugsun er horfin. Þess vegna á ég þarna hvorki skjól né erindi lengur og hlýt að spyrja: Hvers konar menn eru búnir að yfirtaka minn gamla flokk? Á hvaða leið er hann? Hann er a.m.k. ekki þess verður, að ég eða aðrir kjósi hann.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun