Andlegt ofbeldi í Sjálfstæðisflokknum Þórir Stephensen og fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey skrifa 9. mars 2013 06:00 Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn sextán ára gamall. Ég fór fagnandi til starfs í flokki sem vildi efla gildi mennskunnar og sameina frjálsa, sterka einstaklinga til sameiginlegs átaks og áhrifa í þjóðfélaginu hinu unga Íslandi til blessunar. Þessi flokkur var þá höfuðvígi frjálsrar hugsunar og einstaklingsframtaks. Stjórnviska og víðsýni prýddu leiðtoga hans. Þeir tóku forystu í flestum hinum mikilvægustu málum. Þeir leiddu viðreisnarstjórnina, komu landhelginni í 200 mílur og áttu langstærstan hlut í að Íslendingar gengu í Atlantshafsbandalagið, varnarbandalag vestrænna þjóða. Í átökunum um hið síðastnefnda stóð ég stoltur vörð við Alþingishúsið, þegar kommúnistar gerðu árás á það 1949. Undir sjónarhorni sjálfstæðisstefnunnar hef ég horft glaður mót hækkandi sól í íslensku þjóðlífi og fundið mig æ betur í því fjölþjóðlega umhverfi, sem V-Evrópa nýtur nú. Ég hefði aldrei trúað því, að óreyndu, að þetta ætti eftir að breytast, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki lengur málsvari frjálsrar hugsunar, að þar ættu eftir að komast til valda fulltrúar einangrunar og forræðishyggju, þar sem flokkurinn ætti að ráða því hvað menn hugsuðu og gerðu, að ekki yrðu leyfðar samræður forystunnar og grasrótarinnar, ef upp kæmi meiningamunur.Við einir vitum Þetta er þó staðreyndin í dag. Umræðan um Evrópusambandið er, að mínu áliti, rekin á svo barnalegum og heimskulegum grunni og af slíku ofstæki, að enginn sæmilega viti borinn maður getur lagt slíku lið. Evrópusinnar í flokknum hafa beðið um það eitt að fá að sjá samning við ESB, sem svo verði lagður fyrir þjóðina. Enginn okkar vill missa neitt af sjálfstæði okkar. Það hefur heldur ekki gerst, þótt Alþingi sé þegar búið að samþykkja meirihluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES. Við væntum hins vegar góðs samnings, er muni færa okkur aukið öryggi í fjármálum og hagkvæmustu leiðirnar til að losa okkur við verðtryggingu og óðaverðbólgu, styrkja helstu atvinnuvegi okkar og færa okkur menningarlegan ávinning. Við höfum margreynt að fá þessar hugmyndir ræddar í Valhöll, en svarið hefur ætíð verið: „Þess gerist ekki þörf. Við (einir) vitum allt um þetta. Við fáum ekkert út úr þessu.“ Vitandi betur gekk ég úr flokknum 2010 eftir 63 ára veru. Á síðustu tveimur landsfundum hefur verið samþykkt, fyrst að fresta en nú að slíta viðræðum og taka þær ekki upp fyrr en að undangengnu þjóðaratkvæði. Það er afar ósanngjarnt, að ætla mönnum að skoða slíkt undir stöðugu skítkasti og blekkingum Morgunblaðsins. Til þess að geta gefið yfirvegað samþykki sitt í svo miklu grundvallarmáli, þurfa menn að hafa samninginn sjálfan á borðinu, en ekki bara áróður já- og nei-manna.Skoðanakúgun og bókabrennur Að mínum dómi er það lítilsvirðing við þá, sem aðhyllast frjálsa hugsun, að bjóða upp á það sem flokkurinn gerði í lokaályktun sinni: Að slíta viðræðum, sem hafnar voru að ákvörðun Alþingis, er í raun uppreisn gegn þingræðinu. Að finna að því, að sendiherra ESB hér á landi tali hér á fundum, er fráleit hugsunarskekkja í nútímaþjóðfélagi. Og loks er ákvæðið um að láta loka upplýsingastofu ESB í Reykjavík fáheyrð skoðanakúgun. Aldrei nokkurn tíma var reynt að reka MÍR úr landi. En við fórum stundum þangað Heimdellingar til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þröngsýni Rússa. Upplýsingastofnun Bandaríkjanna var mjög hliðstæð Evrópustofunni og þar naut ég margs góðs til stuðnings starfi mínu. Ég þáði einnig boð í lærdómsríka ferð til Brussel og Óslóar á vegum Varðbergs. Allt var þetta jákvætt og í anda frjálsrar hugsunar. En það sem er nú komið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, rímar einkum við þrennt sem ég man eftir: Kaþólsku kirkjuna á hinum svörtustu miðöldum, er hún samdi „Skrá yfir bannaðar bækur“. Í öðru sæti eru bókabrennur Hitlers. Í þriðja sæti kemur svo ritskoðun Sovétsins. Allt fellur þetta undir hugtakið andlegt ofbeldi. Ég get vel viðurkennt, að ég hef fundið fyrir pólitískri heimþrá, síðan ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn og hef nú í aðdraganda kosninganna lagt mjög að forystumönnum hans að gera okkur, hinum týndu sonum, fært að snúa heim aftur. Viðbrögðin hafa öll verið eins, algjört nei. En eftir lestur landsfundarályktunarinnar og þess hryllings andlegs ofbeldis, sem þar er boðaður, þá hefur heimþráin horfið sem dögg fyrir sólu. Hin frjálsa hugsun er horfin. Þess vegna á ég þarna hvorki skjól né erindi lengur og hlýt að spyrja: Hvers konar menn eru búnir að yfirtaka minn gamla flokk? Á hvaða leið er hann? Hann er a.m.k. ekki þess verður, að ég eða aðrir kjósi hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn sextán ára gamall. Ég fór fagnandi til starfs í flokki sem vildi efla gildi mennskunnar og sameina frjálsa, sterka einstaklinga til sameiginlegs átaks og áhrifa í þjóðfélaginu hinu unga Íslandi til blessunar. Þessi flokkur var þá höfuðvígi frjálsrar hugsunar og einstaklingsframtaks. Stjórnviska og víðsýni prýddu leiðtoga hans. Þeir tóku forystu í flestum hinum mikilvægustu málum. Þeir leiddu viðreisnarstjórnina, komu landhelginni í 200 mílur og áttu langstærstan hlut í að Íslendingar gengu í Atlantshafsbandalagið, varnarbandalag vestrænna þjóða. Í átökunum um hið síðastnefnda stóð ég stoltur vörð við Alþingishúsið, þegar kommúnistar gerðu árás á það 1949. Undir sjónarhorni sjálfstæðisstefnunnar hef ég horft glaður mót hækkandi sól í íslensku þjóðlífi og fundið mig æ betur í því fjölþjóðlega umhverfi, sem V-Evrópa nýtur nú. Ég hefði aldrei trúað því, að óreyndu, að þetta ætti eftir að breytast, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki lengur málsvari frjálsrar hugsunar, að þar ættu eftir að komast til valda fulltrúar einangrunar og forræðishyggju, þar sem flokkurinn ætti að ráða því hvað menn hugsuðu og gerðu, að ekki yrðu leyfðar samræður forystunnar og grasrótarinnar, ef upp kæmi meiningamunur.Við einir vitum Þetta er þó staðreyndin í dag. Umræðan um Evrópusambandið er, að mínu áliti, rekin á svo barnalegum og heimskulegum grunni og af slíku ofstæki, að enginn sæmilega viti borinn maður getur lagt slíku lið. Evrópusinnar í flokknum hafa beðið um það eitt að fá að sjá samning við ESB, sem svo verði lagður fyrir þjóðina. Enginn okkar vill missa neitt af sjálfstæði okkar. Það hefur heldur ekki gerst, þótt Alþingi sé þegar búið að samþykkja meirihluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES. Við væntum hins vegar góðs samnings, er muni færa okkur aukið öryggi í fjármálum og hagkvæmustu leiðirnar til að losa okkur við verðtryggingu og óðaverðbólgu, styrkja helstu atvinnuvegi okkar og færa okkur menningarlegan ávinning. Við höfum margreynt að fá þessar hugmyndir ræddar í Valhöll, en svarið hefur ætíð verið: „Þess gerist ekki þörf. Við (einir) vitum allt um þetta. Við fáum ekkert út úr þessu.“ Vitandi betur gekk ég úr flokknum 2010 eftir 63 ára veru. Á síðustu tveimur landsfundum hefur verið samþykkt, fyrst að fresta en nú að slíta viðræðum og taka þær ekki upp fyrr en að undangengnu þjóðaratkvæði. Það er afar ósanngjarnt, að ætla mönnum að skoða slíkt undir stöðugu skítkasti og blekkingum Morgunblaðsins. Til þess að geta gefið yfirvegað samþykki sitt í svo miklu grundvallarmáli, þurfa menn að hafa samninginn sjálfan á borðinu, en ekki bara áróður já- og nei-manna.Skoðanakúgun og bókabrennur Að mínum dómi er það lítilsvirðing við þá, sem aðhyllast frjálsa hugsun, að bjóða upp á það sem flokkurinn gerði í lokaályktun sinni: Að slíta viðræðum, sem hafnar voru að ákvörðun Alþingis, er í raun uppreisn gegn þingræðinu. Að finna að því, að sendiherra ESB hér á landi tali hér á fundum, er fráleit hugsunarskekkja í nútímaþjóðfélagi. Og loks er ákvæðið um að láta loka upplýsingastofu ESB í Reykjavík fáheyrð skoðanakúgun. Aldrei nokkurn tíma var reynt að reka MÍR úr landi. En við fórum stundum þangað Heimdellingar til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þröngsýni Rússa. Upplýsingastofnun Bandaríkjanna var mjög hliðstæð Evrópustofunni og þar naut ég margs góðs til stuðnings starfi mínu. Ég þáði einnig boð í lærdómsríka ferð til Brussel og Óslóar á vegum Varðbergs. Allt var þetta jákvætt og í anda frjálsrar hugsunar. En það sem er nú komið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, rímar einkum við þrennt sem ég man eftir: Kaþólsku kirkjuna á hinum svörtustu miðöldum, er hún samdi „Skrá yfir bannaðar bækur“. Í öðru sæti eru bókabrennur Hitlers. Í þriðja sæti kemur svo ritskoðun Sovétsins. Allt fellur þetta undir hugtakið andlegt ofbeldi. Ég get vel viðurkennt, að ég hef fundið fyrir pólitískri heimþrá, síðan ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn og hef nú í aðdraganda kosninganna lagt mjög að forystumönnum hans að gera okkur, hinum týndu sonum, fært að snúa heim aftur. Viðbrögðin hafa öll verið eins, algjört nei. En eftir lestur landsfundarályktunarinnar og þess hryllings andlegs ofbeldis, sem þar er boðaður, þá hefur heimþráin horfið sem dögg fyrir sólu. Hin frjálsa hugsun er horfin. Þess vegna á ég þarna hvorki skjól né erindi lengur og hlýt að spyrja: Hvers konar menn eru búnir að yfirtaka minn gamla flokk? Á hvaða leið er hann? Hann er a.m.k. ekki þess verður, að ég eða aðrir kjósi hann.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun