Erlent

Amnesty International ræðir afglæpavæðingu vændis á ársfundi sínum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Rauða hverfið í Amsterdam.
Rauða hverfið í Amsterdam. vísir/getty
Í vikunni munu um fimmhundruð manns, frá áttatíu löndum, sitja ráðstefnu mannréttindasamtakanna Amnesty International í Dublin. Eitt markmiða fundarins þykir umdeilt en það er að mælast til þess að vændi hvívetna í heiminum verði afglæpavætt. Þetta kemur fram á vef NY Times.

Í Englandi, Frakklandi og á Írlandi er til umræðu að grípa til sænsku leiðarinnar svokölluðu en henni er fylgt hér á landi. Hún gerir það ólöglegt að kaupa sér vændi en hins vegar er heimilt að bjóða það. Mannréttindasamtökin vilja ganga enn lengra og afglæpavæða kaupin einnig.

Þeir sem standa að fundinum segja það greinilegt að það að gera vændi ólöglegt fjölgi mannréttindabrotum gegn þeim sem starfa í greininni. Fundurinn hefur mætt mikilli andstöðu margra feminista og samtaka þeirra víða um veröldina auk margra félagsmanna Amnesty International. 

Amnesty International var komið á fót árið 1961 til að vekja athygli á málefnum pólitískra fanga víða um heiminn. Það er mat þeirra að það að gera vændi sýnilegra auki á öryggi þeirra sem við það starfi.


Tengdar fréttir

Mansal í vændi á Íslandi er algengt

Mikil tengsl eru á milli vændis og mansals hér á landi. Þetta er niðurstaða Heiðu Bjarkar Vignisdóttur sem rannsakaði tengsl vændis við skipulagða glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×