Amma Davíðs 5. maí 2011 09:00 Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna," var sú örlagaríka setning sem þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lét falla í frægum sjónvarpsþætti, rétt eftir hrunið. Hann vitnaði í ömmu sína, en það gera stjórnmálamenn gjarnan, ef þeir vilja láta taka mark á sér. Bretar trúðu ömmu Davíðs og settu Ísland og seðlabanka þess á bekk með hryðjuverkalöndum. Þar með voru eyðilagðir tugir milljarða verðmæta eða meir, því með þessari ákvörðun urðu miklar eignir verðlausar. Þessi aðgerð jafngilti í senn viðskiptabanni og útskúfun úr siðaðra manna samfélagi. Enginn þorði lengi vel að rétta okkur hjálparhönd nema Færeyingar og allir ruku til og reyndu að losa sig úr tengslum við Ísland. Sjaldan hefur landið sokkið dýpra í áliti útlendinga. Þetta voru dýr orð. Vopnabróðir hins pólitíska seðlabankastjóra fyrrverandi er hinn pólitíski forseti landsins, en sameiginlega eru þeir nú í árangursríkri, pólitískri herför gegn Evrópusambandinu. Forsetanum fannst ekki nóg að gert og vildi sýna vini sínum að hann gæti bætt um betur. Tvívegis fékk hann þjóðina til að fella samninga um að greiða „skuldir óreiðumanna", því hann vissi að þjóðin trúði ömmu Davíðs miklu betur en Steingrími Joð. Nú virðast hins vegar hafa vaknað efasemdir hjá forsetanum pólitíska um að amma Davíðs sé ef til vill ekki óskeikul og vill hann nú borga upp í „skuldir óreiðumanna" með Landsbankapeningum, svo langt sem þeir duga. Við ætlum sem sagt að borga það af „skuldum óreiðumanna" sem okkur sýnist. Þetta er afar frjó og skilvís ný regla í alþjóðaviðskiptum, enda segir sá Pólitíski að við, aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun, séum á ný komin í forystu meðal ríkja heims við að endurskapa viðskiptasiðferði í heiminum. Aftur orðin fyrirmynd. Þannig kunnum bæði við og hann best við okkur. Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra okkur til hagsbóta. Lánin sem mynda skuldirnar voru að hluta notuð hér innanlands til margvíslegra framkvæmda og uppbyggingar. Um 40% af áætluðum byggingarkostnaði Tónlistarhússins Hörpu voru t.d. byggð fyrir erlent lánsfé Landsbankans, sem lánveitendur hafa nú glatað. Skyldu það kannski hafa verið Icesave-peningar, sem við viljum að sjálfsögðu ekki greiða? Þúsundir íbúða, margvíslegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga, bifreiðar, flugvélar og margt fleira var byggt, framkvæmt eða keypt fyrir erlent lánsfé, sem við borgum ekki eða bara að hluta, enda greiðum við ekki „skuldir óreiðumanna". Þeir peningar sem eru á bak við „skuldir óreiðumanna" urðu að eignum, sem ýmist eru í notkun eða verða síðar nýttar af þjóðinni. Við fáum þannig arf eftir óreiðumennina. Að kalla þetta tvískinnung, hvað þá hræsni, er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekkert er fjær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna," var sú örlagaríka setning sem þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lét falla í frægum sjónvarpsþætti, rétt eftir hrunið. Hann vitnaði í ömmu sína, en það gera stjórnmálamenn gjarnan, ef þeir vilja láta taka mark á sér. Bretar trúðu ömmu Davíðs og settu Ísland og seðlabanka þess á bekk með hryðjuverkalöndum. Þar með voru eyðilagðir tugir milljarða verðmæta eða meir, því með þessari ákvörðun urðu miklar eignir verðlausar. Þessi aðgerð jafngilti í senn viðskiptabanni og útskúfun úr siðaðra manna samfélagi. Enginn þorði lengi vel að rétta okkur hjálparhönd nema Færeyingar og allir ruku til og reyndu að losa sig úr tengslum við Ísland. Sjaldan hefur landið sokkið dýpra í áliti útlendinga. Þetta voru dýr orð. Vopnabróðir hins pólitíska seðlabankastjóra fyrrverandi er hinn pólitíski forseti landsins, en sameiginlega eru þeir nú í árangursríkri, pólitískri herför gegn Evrópusambandinu. Forsetanum fannst ekki nóg að gert og vildi sýna vini sínum að hann gæti bætt um betur. Tvívegis fékk hann þjóðina til að fella samninga um að greiða „skuldir óreiðumanna", því hann vissi að þjóðin trúði ömmu Davíðs miklu betur en Steingrími Joð. Nú virðast hins vegar hafa vaknað efasemdir hjá forsetanum pólitíska um að amma Davíðs sé ef til vill ekki óskeikul og vill hann nú borga upp í „skuldir óreiðumanna" með Landsbankapeningum, svo langt sem þeir duga. Við ætlum sem sagt að borga það af „skuldum óreiðumanna" sem okkur sýnist. Þetta er afar frjó og skilvís ný regla í alþjóðaviðskiptum, enda segir sá Pólitíski að við, aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun, séum á ný komin í forystu meðal ríkja heims við að endurskapa viðskiptasiðferði í heiminum. Aftur orðin fyrirmynd. Þannig kunnum bæði við og hann best við okkur. Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra okkur til hagsbóta. Lánin sem mynda skuldirnar voru að hluta notuð hér innanlands til margvíslegra framkvæmda og uppbyggingar. Um 40% af áætluðum byggingarkostnaði Tónlistarhússins Hörpu voru t.d. byggð fyrir erlent lánsfé Landsbankans, sem lánveitendur hafa nú glatað. Skyldu það kannski hafa verið Icesave-peningar, sem við viljum að sjálfsögðu ekki greiða? Þúsundir íbúða, margvíslegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga, bifreiðar, flugvélar og margt fleira var byggt, framkvæmt eða keypt fyrir erlent lánsfé, sem við borgum ekki eða bara að hluta, enda greiðum við ekki „skuldir óreiðumanna". Þeir peningar sem eru á bak við „skuldir óreiðumanna" urðu að eignum, sem ýmist eru í notkun eða verða síðar nýttar af þjóðinni. Við fáum þannig arf eftir óreiðumennina. Að kalla þetta tvískinnung, hvað þá hræsni, er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekkert er fjær sanni.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun