Viðskipti erlent

Amazon opnar allt að 400 bókabúðir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í bókabúð Amazon í Seattle eru einungis fimm þúsund titlar í boði samanborið við milljónir í netversluninni.
Í bókabúð Amazon í Seattle eru einungis fimm þúsund titlar í boði samanborið við milljónir í netversluninni. Vísir/Getty
Eftir að hafa opnað fyrstu bókabúð sína í Seattle fyrra hefur netverslunin Amazon ákveðið að opna allt að fjögur hundruð verslanir í viðbót. Wall Street Journal greinr frá þessu.

Til samanburðar rekur Barnes & Noble, ein stærsta bókakeðja Bandaríkjanna, 640 verslanir. Talið er að ferlið við að velja staðsetningar og setja upp verslanir gæti tekið einhver ár.

Bókabúðin í Seattle selur bækur, auk Kindle og Fire lestölvur. Bækurnar eru valdar út frá gögnum frá netversluninni og eru fimm þúsund til sölu á hverjum tíma, samanborið við milljónir á netinu. Bækurnar eru á sama verði og á netinu, sem er töluvert ódýrara en hjá öðrum bókaverslunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×