Lífið

Always On My Mind valið best

Always on My Mind með The Pet Shop Boys fór beint á toppinn í Bretlandi árið 1987.
Always on My Mind með The Pet Shop Boys fór beint á toppinn í Bretlandi árið 1987. Nordicphotos/Getty
Lagið Always on My Mind með hljómsveitinni The Pet Shop Boys er besta tökulag allra tíma, samkvæmt niðurstöðum könnunar breska ríkisútvarpsins, BBC.

Lagið, sem samið var af John Christopher, Mark James og Wayne Carson, varð fyrst frægt í flutningi Brendu Lee og Elvis Presley árið 1972.

Í öðru sæti varð útgáfa Johnnys Cash á lagi Nine Inch Nails, Hurt, og í því þriðja varð flutningur The Stranglers á laginu Walk On By með Dionne Warwick. Útgáfa Jimi Hendrix af lagi Bobs Dylan, All Along the Watchtower, tók fjórða sætið og ábreiða Jeffs Buckley á lagi Leonards Cohen, Hallelujah, varð í því fimmta.

„The Pet Shop Boys hafa sent frá sér marga smelli og það hafa verið gerðar margar útgáfur af þessu sígilda lagi,“ sagði Jeff Smith, yfirmaður BBC Radio 2 og 6 Music, um sigurlagið. „Það er frábært að sjá að fólk tengir enn við þetta lag.“

Always on My Mind náði toppsætinu á breska vinsældalistanum og fjórða sætinu á þeim bandaríska árið 1987. Willie Nelson vann einnig Grammy-verðlaunin fyrir sína útgáfu af laginu árið 1982.

Johnny Cash - Hurt The Stranglers - Walk on By Jimi Hendrix - All Along the Watchtower Jeff Buckley - Hallelujah





Fleiri fréttir

Sjá meira


×