Alvarlegt atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum Magnus Gissler og Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2014 07:00 Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun