Alvarlegt atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum Magnus Gissler og Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2014 07:00 Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun