Almannaútvarp aldrei mikilvægara Hallgrímur Indriðason skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Enn einu sinni er framtíð RÚV í óvissu af því að hugsanlega á að skera niður. Þetta er staða sem starfsmenn RÚV hafa nú búið við í sex til sjö ár. Fáir virðast hugsa um að á RÚV vinna starfsmenn sem á þessum árum hafa þurft að búa við að það sem þeir hafa byggt upp eftir niðurskurð er rifið niður í næsta niðurskurði. Þetta er niðurdrepandi, og enn eru hugmyndir um að halda áfram á þeirri braut. Ég er rólyndismaður með mikið langlundargeð, en þetta er farið að verða býsna þreytandi. Það sem eykur svo á þreytuna er skrítin gagnrýni sumra stjórnmálamanna á fréttaflutning Fréttastofu RÚV, sem menn hafa jafnvel litið á sem dulbúnar hótanir. Að vísu er vandfundinn sá stjórnmálamaður sem er ánægður með allan fréttaflutning RÚV enda er það ekki hlutverk fjölmiðils að gera stjórnmálamenn ánægða. Og það á að hafa skoðanir á því sem gert er hjá RÚV. En samviskusamur fréttamaður getur illa tekið því að vera sagður ganga erinda einhverra sérhagsmuna, enda er slíkt ekkert annað en atvinnurógur. Og þetta vita flestir Íslendingar, enda treysta 76% þjóðarinnar fréttastofu RÚV og þrefalt fleiri treysta RÚV en fjölmiðlum almennt.Meira en hjá flestum En þarf RÚV ekki líka að skera niður eins og aðrir? Það hefur sannarlega verið gert, og það meira en hjá flestum, ef ekki öllum, öðrum ríkisstofnunum. Niðurskurðurinn á RÚV byrjaði ekki með hruninu. Hann byrjaði þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007. Þá var lífeyrisskuldbindingum og rekstri húsnæðisins við Efstaleiti – þar á meðal skuldunum – dembt á RÚV sjálft en það hafði áður verið á ríkinu. Og ekki fylgdu fjármunir til að standa straum af því. Þetta var því í raun skerðing á tekjum og hófust því hagræðingaraðgerðir þegar á því ári. Fáar aðrar stofnanir sem breytt var í opinbert hlutafélag þurftu að taka þetta á sig. Nú fer fjórðungur af útgjöldum RÚV í fjármagnskostnað vegna þessara skulda. Væri ekki gáfulegra að nýta þessar 800 milljónir í góða dagskrá? Í ofanálag urðu miklar uppsagnarhrinur haustið 2008, snemma árs 2010 og haustið 2013. Og það er enn verið að hagræða. Og dæmi eru um að stjórnmálamenn hafi gengið svo langt að þeir gagnrýna niðurskurðaraðgerðir sem eru tilkomnar vegna niðurskurðar sem þeir sjálfir samþykktu! Þá er það vitað mál að útvarpsgjaldið hefur ekki skilað sér allt til RÚV. Síðasta ríkisstjórn gekk meira að segja svo langt að hækka útvarpsgjaldið en skera niður fjárframlög til RÚV og hlutfall þess sem RÚV fær af útvarpsgjaldinu hefur farið stöðugt lækkandi. Það er ekki aðeins RÚV sem hefur verið hlunnfarið þar heldur íslenskir skattgreiðendur.Óboðleg staða En svo við snúum okkur að fréttastofunni þá hefur hún laskast mikið frá því hún varð til í núverandi mynd haustið 2008 þegar fréttastofur útvarpsins og sjónvarpsins sameinuðust. Niðurskurðurinn síðan þá jafnast á við mannskapinn sem var áður á fréttastofu sjónvarpsins. Það eru sem sagt álíka margir fréttamenn að vinna fréttir bæði í útvarp og sjónvarp nú, og voru einungis að vinna fréttir í útvarpi fyrir sjö árum. Þjónustan er þó enn þá nánast sú sama. Var einhver að tala um að hagræðing hefði ekki skilað sér í fækkun starfa? Álagið er nú að fara að segja til sín hjá fréttamönnum og þegar hafa margir af þeim reyndustu hætt störfum en þeir sem eftir eru hafa gert ótrúlega vel í að halda fréttaþjónustunni. Staðan á fréttastofunni er einfaldlega sú að það er orðið sífellt erfiðara vegna mannfæðar. Og slík staða í almannaútvarpi er óboðleg. Hagræðing hefur gert það að verkum að endurnýjun tækjakosts hefur setið á hakanum og það sést reglulega í útsendingum bæði útvarps og sjónvarps. Þá fást ekki fjármunir til að endurnýja dreifikerfið sem gerir RÚV erfitt að sinna öryggis- og almannavarnahlutverki sínu. Fjölmiðlar hafa gengið í gegnum ýmislegt undanfarin misseri, ekki bara fjárhagslega heldur líka í eignarhaldi. Það gerir það að verkum að það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að hafa fjölmiðil sem fær umboð sitt eingöngu frá almenningi, er óháður stjórnmálaflokkum jafnt sem viðskiptaveldum og getur veitt hvoru tveggja ríkt aðhald, upplýst þjóðina og skapað henni umræðuvettvang. RÚV þarf að fá svigrúm til að rækja þessa skyldu sína. Ég styð heilshugar þá kröfu útvarpsstjóra og stjórnar RÚV að stofnunin fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er núna. Það er komið nóg í niðurskurði og nú þarf RÚV að fá það svigrúm til að byggja upp dagskrá og innviði í stað þess að allt sé rifið niður jafnharðan. Ef lengra verður gengið getur RÚV ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki eins og það er samkvæmt lögum. Það hlutverk hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni er framtíð RÚV í óvissu af því að hugsanlega á að skera niður. Þetta er staða sem starfsmenn RÚV hafa nú búið við í sex til sjö ár. Fáir virðast hugsa um að á RÚV vinna starfsmenn sem á þessum árum hafa þurft að búa við að það sem þeir hafa byggt upp eftir niðurskurð er rifið niður í næsta niðurskurði. Þetta er niðurdrepandi, og enn eru hugmyndir um að halda áfram á þeirri braut. Ég er rólyndismaður með mikið langlundargeð, en þetta er farið að verða býsna þreytandi. Það sem eykur svo á þreytuna er skrítin gagnrýni sumra stjórnmálamanna á fréttaflutning Fréttastofu RÚV, sem menn hafa jafnvel litið á sem dulbúnar hótanir. Að vísu er vandfundinn sá stjórnmálamaður sem er ánægður með allan fréttaflutning RÚV enda er það ekki hlutverk fjölmiðils að gera stjórnmálamenn ánægða. Og það á að hafa skoðanir á því sem gert er hjá RÚV. En samviskusamur fréttamaður getur illa tekið því að vera sagður ganga erinda einhverra sérhagsmuna, enda er slíkt ekkert annað en atvinnurógur. Og þetta vita flestir Íslendingar, enda treysta 76% þjóðarinnar fréttastofu RÚV og þrefalt fleiri treysta RÚV en fjölmiðlum almennt.Meira en hjá flestum En þarf RÚV ekki líka að skera niður eins og aðrir? Það hefur sannarlega verið gert, og það meira en hjá flestum, ef ekki öllum, öðrum ríkisstofnunum. Niðurskurðurinn á RÚV byrjaði ekki með hruninu. Hann byrjaði þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007. Þá var lífeyrisskuldbindingum og rekstri húsnæðisins við Efstaleiti – þar á meðal skuldunum – dembt á RÚV sjálft en það hafði áður verið á ríkinu. Og ekki fylgdu fjármunir til að standa straum af því. Þetta var því í raun skerðing á tekjum og hófust því hagræðingaraðgerðir þegar á því ári. Fáar aðrar stofnanir sem breytt var í opinbert hlutafélag þurftu að taka þetta á sig. Nú fer fjórðungur af útgjöldum RÚV í fjármagnskostnað vegna þessara skulda. Væri ekki gáfulegra að nýta þessar 800 milljónir í góða dagskrá? Í ofanálag urðu miklar uppsagnarhrinur haustið 2008, snemma árs 2010 og haustið 2013. Og það er enn verið að hagræða. Og dæmi eru um að stjórnmálamenn hafi gengið svo langt að þeir gagnrýna niðurskurðaraðgerðir sem eru tilkomnar vegna niðurskurðar sem þeir sjálfir samþykktu! Þá er það vitað mál að útvarpsgjaldið hefur ekki skilað sér allt til RÚV. Síðasta ríkisstjórn gekk meira að segja svo langt að hækka útvarpsgjaldið en skera niður fjárframlög til RÚV og hlutfall þess sem RÚV fær af útvarpsgjaldinu hefur farið stöðugt lækkandi. Það er ekki aðeins RÚV sem hefur verið hlunnfarið þar heldur íslenskir skattgreiðendur.Óboðleg staða En svo við snúum okkur að fréttastofunni þá hefur hún laskast mikið frá því hún varð til í núverandi mynd haustið 2008 þegar fréttastofur útvarpsins og sjónvarpsins sameinuðust. Niðurskurðurinn síðan þá jafnast á við mannskapinn sem var áður á fréttastofu sjónvarpsins. Það eru sem sagt álíka margir fréttamenn að vinna fréttir bæði í útvarp og sjónvarp nú, og voru einungis að vinna fréttir í útvarpi fyrir sjö árum. Þjónustan er þó enn þá nánast sú sama. Var einhver að tala um að hagræðing hefði ekki skilað sér í fækkun starfa? Álagið er nú að fara að segja til sín hjá fréttamönnum og þegar hafa margir af þeim reyndustu hætt störfum en þeir sem eftir eru hafa gert ótrúlega vel í að halda fréttaþjónustunni. Staðan á fréttastofunni er einfaldlega sú að það er orðið sífellt erfiðara vegna mannfæðar. Og slík staða í almannaútvarpi er óboðleg. Hagræðing hefur gert það að verkum að endurnýjun tækjakosts hefur setið á hakanum og það sést reglulega í útsendingum bæði útvarps og sjónvarps. Þá fást ekki fjármunir til að endurnýja dreifikerfið sem gerir RÚV erfitt að sinna öryggis- og almannavarnahlutverki sínu. Fjölmiðlar hafa gengið í gegnum ýmislegt undanfarin misseri, ekki bara fjárhagslega heldur líka í eignarhaldi. Það gerir það að verkum að það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að hafa fjölmiðil sem fær umboð sitt eingöngu frá almenningi, er óháður stjórnmálaflokkum jafnt sem viðskiptaveldum og getur veitt hvoru tveggja ríkt aðhald, upplýst þjóðina og skapað henni umræðuvettvang. RÚV þarf að fá svigrúm til að rækja þessa skyldu sína. Ég styð heilshugar þá kröfu útvarpsstjóra og stjórnar RÚV að stofnunin fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er núna. Það er komið nóg í niðurskurði og nú þarf RÚV að fá það svigrúm til að byggja upp dagskrá og innviði í stað þess að allt sé rifið niður jafnharðan. Ef lengra verður gengið getur RÚV ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki eins og það er samkvæmt lögum. Það hlutverk hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt í dag.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar