Almannaútvarp aldrei mikilvægara Hallgrímur Indriðason skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Enn einu sinni er framtíð RÚV í óvissu af því að hugsanlega á að skera niður. Þetta er staða sem starfsmenn RÚV hafa nú búið við í sex til sjö ár. Fáir virðast hugsa um að á RÚV vinna starfsmenn sem á þessum árum hafa þurft að búa við að það sem þeir hafa byggt upp eftir niðurskurð er rifið niður í næsta niðurskurði. Þetta er niðurdrepandi, og enn eru hugmyndir um að halda áfram á þeirri braut. Ég er rólyndismaður með mikið langlundargeð, en þetta er farið að verða býsna þreytandi. Það sem eykur svo á þreytuna er skrítin gagnrýni sumra stjórnmálamanna á fréttaflutning Fréttastofu RÚV, sem menn hafa jafnvel litið á sem dulbúnar hótanir. Að vísu er vandfundinn sá stjórnmálamaður sem er ánægður með allan fréttaflutning RÚV enda er það ekki hlutverk fjölmiðils að gera stjórnmálamenn ánægða. Og það á að hafa skoðanir á því sem gert er hjá RÚV. En samviskusamur fréttamaður getur illa tekið því að vera sagður ganga erinda einhverra sérhagsmuna, enda er slíkt ekkert annað en atvinnurógur. Og þetta vita flestir Íslendingar, enda treysta 76% þjóðarinnar fréttastofu RÚV og þrefalt fleiri treysta RÚV en fjölmiðlum almennt.Meira en hjá flestum En þarf RÚV ekki líka að skera niður eins og aðrir? Það hefur sannarlega verið gert, og það meira en hjá flestum, ef ekki öllum, öðrum ríkisstofnunum. Niðurskurðurinn á RÚV byrjaði ekki með hruninu. Hann byrjaði þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007. Þá var lífeyrisskuldbindingum og rekstri húsnæðisins við Efstaleiti – þar á meðal skuldunum – dembt á RÚV sjálft en það hafði áður verið á ríkinu. Og ekki fylgdu fjármunir til að standa straum af því. Þetta var því í raun skerðing á tekjum og hófust því hagræðingaraðgerðir þegar á því ári. Fáar aðrar stofnanir sem breytt var í opinbert hlutafélag þurftu að taka þetta á sig. Nú fer fjórðungur af útgjöldum RÚV í fjármagnskostnað vegna þessara skulda. Væri ekki gáfulegra að nýta þessar 800 milljónir í góða dagskrá? Í ofanálag urðu miklar uppsagnarhrinur haustið 2008, snemma árs 2010 og haustið 2013. Og það er enn verið að hagræða. Og dæmi eru um að stjórnmálamenn hafi gengið svo langt að þeir gagnrýna niðurskurðaraðgerðir sem eru tilkomnar vegna niðurskurðar sem þeir sjálfir samþykktu! Þá er það vitað mál að útvarpsgjaldið hefur ekki skilað sér allt til RÚV. Síðasta ríkisstjórn gekk meira að segja svo langt að hækka útvarpsgjaldið en skera niður fjárframlög til RÚV og hlutfall þess sem RÚV fær af útvarpsgjaldinu hefur farið stöðugt lækkandi. Það er ekki aðeins RÚV sem hefur verið hlunnfarið þar heldur íslenskir skattgreiðendur.Óboðleg staða En svo við snúum okkur að fréttastofunni þá hefur hún laskast mikið frá því hún varð til í núverandi mynd haustið 2008 þegar fréttastofur útvarpsins og sjónvarpsins sameinuðust. Niðurskurðurinn síðan þá jafnast á við mannskapinn sem var áður á fréttastofu sjónvarpsins. Það eru sem sagt álíka margir fréttamenn að vinna fréttir bæði í útvarp og sjónvarp nú, og voru einungis að vinna fréttir í útvarpi fyrir sjö árum. Þjónustan er þó enn þá nánast sú sama. Var einhver að tala um að hagræðing hefði ekki skilað sér í fækkun starfa? Álagið er nú að fara að segja til sín hjá fréttamönnum og þegar hafa margir af þeim reyndustu hætt störfum en þeir sem eftir eru hafa gert ótrúlega vel í að halda fréttaþjónustunni. Staðan á fréttastofunni er einfaldlega sú að það er orðið sífellt erfiðara vegna mannfæðar. Og slík staða í almannaútvarpi er óboðleg. Hagræðing hefur gert það að verkum að endurnýjun tækjakosts hefur setið á hakanum og það sést reglulega í útsendingum bæði útvarps og sjónvarps. Þá fást ekki fjármunir til að endurnýja dreifikerfið sem gerir RÚV erfitt að sinna öryggis- og almannavarnahlutverki sínu. Fjölmiðlar hafa gengið í gegnum ýmislegt undanfarin misseri, ekki bara fjárhagslega heldur líka í eignarhaldi. Það gerir það að verkum að það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að hafa fjölmiðil sem fær umboð sitt eingöngu frá almenningi, er óháður stjórnmálaflokkum jafnt sem viðskiptaveldum og getur veitt hvoru tveggja ríkt aðhald, upplýst þjóðina og skapað henni umræðuvettvang. RÚV þarf að fá svigrúm til að rækja þessa skyldu sína. Ég styð heilshugar þá kröfu útvarpsstjóra og stjórnar RÚV að stofnunin fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er núna. Það er komið nóg í niðurskurði og nú þarf RÚV að fá það svigrúm til að byggja upp dagskrá og innviði í stað þess að allt sé rifið niður jafnharðan. Ef lengra verður gengið getur RÚV ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki eins og það er samkvæmt lögum. Það hlutverk hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Enn einu sinni er framtíð RÚV í óvissu af því að hugsanlega á að skera niður. Þetta er staða sem starfsmenn RÚV hafa nú búið við í sex til sjö ár. Fáir virðast hugsa um að á RÚV vinna starfsmenn sem á þessum árum hafa þurft að búa við að það sem þeir hafa byggt upp eftir niðurskurð er rifið niður í næsta niðurskurði. Þetta er niðurdrepandi, og enn eru hugmyndir um að halda áfram á þeirri braut. Ég er rólyndismaður með mikið langlundargeð, en þetta er farið að verða býsna þreytandi. Það sem eykur svo á þreytuna er skrítin gagnrýni sumra stjórnmálamanna á fréttaflutning Fréttastofu RÚV, sem menn hafa jafnvel litið á sem dulbúnar hótanir. Að vísu er vandfundinn sá stjórnmálamaður sem er ánægður með allan fréttaflutning RÚV enda er það ekki hlutverk fjölmiðils að gera stjórnmálamenn ánægða. Og það á að hafa skoðanir á því sem gert er hjá RÚV. En samviskusamur fréttamaður getur illa tekið því að vera sagður ganga erinda einhverra sérhagsmuna, enda er slíkt ekkert annað en atvinnurógur. Og þetta vita flestir Íslendingar, enda treysta 76% þjóðarinnar fréttastofu RÚV og þrefalt fleiri treysta RÚV en fjölmiðlum almennt.Meira en hjá flestum En þarf RÚV ekki líka að skera niður eins og aðrir? Það hefur sannarlega verið gert, og það meira en hjá flestum, ef ekki öllum, öðrum ríkisstofnunum. Niðurskurðurinn á RÚV byrjaði ekki með hruninu. Hann byrjaði þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007. Þá var lífeyrisskuldbindingum og rekstri húsnæðisins við Efstaleiti – þar á meðal skuldunum – dembt á RÚV sjálft en það hafði áður verið á ríkinu. Og ekki fylgdu fjármunir til að standa straum af því. Þetta var því í raun skerðing á tekjum og hófust því hagræðingaraðgerðir þegar á því ári. Fáar aðrar stofnanir sem breytt var í opinbert hlutafélag þurftu að taka þetta á sig. Nú fer fjórðungur af útgjöldum RÚV í fjármagnskostnað vegna þessara skulda. Væri ekki gáfulegra að nýta þessar 800 milljónir í góða dagskrá? Í ofanálag urðu miklar uppsagnarhrinur haustið 2008, snemma árs 2010 og haustið 2013. Og það er enn verið að hagræða. Og dæmi eru um að stjórnmálamenn hafi gengið svo langt að þeir gagnrýna niðurskurðaraðgerðir sem eru tilkomnar vegna niðurskurðar sem þeir sjálfir samþykktu! Þá er það vitað mál að útvarpsgjaldið hefur ekki skilað sér allt til RÚV. Síðasta ríkisstjórn gekk meira að segja svo langt að hækka útvarpsgjaldið en skera niður fjárframlög til RÚV og hlutfall þess sem RÚV fær af útvarpsgjaldinu hefur farið stöðugt lækkandi. Það er ekki aðeins RÚV sem hefur verið hlunnfarið þar heldur íslenskir skattgreiðendur.Óboðleg staða En svo við snúum okkur að fréttastofunni þá hefur hún laskast mikið frá því hún varð til í núverandi mynd haustið 2008 þegar fréttastofur útvarpsins og sjónvarpsins sameinuðust. Niðurskurðurinn síðan þá jafnast á við mannskapinn sem var áður á fréttastofu sjónvarpsins. Það eru sem sagt álíka margir fréttamenn að vinna fréttir bæði í útvarp og sjónvarp nú, og voru einungis að vinna fréttir í útvarpi fyrir sjö árum. Þjónustan er þó enn þá nánast sú sama. Var einhver að tala um að hagræðing hefði ekki skilað sér í fækkun starfa? Álagið er nú að fara að segja til sín hjá fréttamönnum og þegar hafa margir af þeim reyndustu hætt störfum en þeir sem eftir eru hafa gert ótrúlega vel í að halda fréttaþjónustunni. Staðan á fréttastofunni er einfaldlega sú að það er orðið sífellt erfiðara vegna mannfæðar. Og slík staða í almannaútvarpi er óboðleg. Hagræðing hefur gert það að verkum að endurnýjun tækjakosts hefur setið á hakanum og það sést reglulega í útsendingum bæði útvarps og sjónvarps. Þá fást ekki fjármunir til að endurnýja dreifikerfið sem gerir RÚV erfitt að sinna öryggis- og almannavarnahlutverki sínu. Fjölmiðlar hafa gengið í gegnum ýmislegt undanfarin misseri, ekki bara fjárhagslega heldur líka í eignarhaldi. Það gerir það að verkum að það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að hafa fjölmiðil sem fær umboð sitt eingöngu frá almenningi, er óháður stjórnmálaflokkum jafnt sem viðskiptaveldum og getur veitt hvoru tveggja ríkt aðhald, upplýst þjóðina og skapað henni umræðuvettvang. RÚV þarf að fá svigrúm til að rækja þessa skyldu sína. Ég styð heilshugar þá kröfu útvarpsstjóra og stjórnar RÚV að stofnunin fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er núna. Það er komið nóg í niðurskurði og nú þarf RÚV að fá það svigrúm til að byggja upp dagskrá og innviði í stað þess að allt sé rifið niður jafnharðan. Ef lengra verður gengið getur RÚV ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki eins og það er samkvæmt lögum. Það hlutverk hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt í dag.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun