Innlent

Allur heimurinn forvitinn um gosið

Gosið í Grímsvötnum hefur vakið mikla athygli erlendis enda aðeins rúmt ár síðan flugsamgöngur lágu niðri í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Eldgosinu voru gerð skil í öllum helstu fjölmiðlum heims. Breska blaðið Telegraph varaði vð því að öskuskýið frá Íslandi gæti náð ströndum Skotlands á þriðjudag. Í Þýskalandi sagði Spiegel frá því að flugvellir á Íslandi væru nú lokaðir.

Aftenposten í Noregi fjallaði ítarlega um eldgosið - meðal annars birtist viðtal við tvær konur sem höfðu báðar verið fastar á flugvöllum í Bandaríkjunum og Evrópu fyrr ári síðan þegar Eyjafjallajökull gaus - nú séu þær staddar í skemmtiferð á Íslandi þegar aftur gýs og flugvellir lokast á ný. Fjallað var um málið á Vísi fyrir í dag.

Í Extra Bladet er ástandið sagt einskonar deja vu eða endurupplifun. Gosið komst á forsíður stórblaðanna New York Times, Guardian og BBC. Og Kanadíska blaðið Toronto Star sagði gosið stærra en síðast. Aftur hvíla augu heimsins á eldfjallaeyjunni í norðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×