Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2016 12:30 „Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
„Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. „Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“ Þátturinn vakti gríðarlega mikla athygli og sagði Brynja sögu sína. Í ljós kom í þættinum að 18 ára stóð Brynja eftir foreldralaus, en móðir hennar og faðir létust bæði fyrir aldur fram. Fyrir sautján árum tók faðir hennar eigið líf. Fyrr um það kvöld reifst Brynja við föður sinn í símann og hefur hún glímt við mikið samviskubit allar götur síðan. „Það eru sautján ár síðan þetta gerðist og 14 ár síðan mamma fór. Ég er búin að hafa ágætis tíma að vinna úr þessu, og fór í raun strax í einhvern sjálfsbjargargír þegar þetta gerist. Ég held að ég sé komin á ágætan stað í dag.“ Núna leitar hún að líffræðilegri móður sinni, með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sem er umsjónarmaður þáttanna. Í síðasta þætti kom í ljós að móðir Brynju er á lífi og vill hún gjarnan hitta dóttur sína. Fyrir liggur því ferðalag til Sri Lanka og verður það til umfjöllunar í næsta þætti eftir viku. Brynja gat ekki rætt um það hvað sé framundan í þáttunum.Þátturinn vakti mikla athygli„Maður lenti bara og var pínu eins og kappakstursbíll, á þeytingi út um allt. Þetta er yndislegt land, allir glaðir og það er hreint vatn fyrir alla. Menntun er frí upp að mastersnámi og heilbrigðisþjónustan er frí. Fólkið á ekki mikið þarna en það er magnað að sjá hvað allir eru glaðir.“ Hún segir að lífsgleði fólks í Sri Lanka sé það sem sitji eftir hjá Brynju. „Ég hef alltaf fundið fyrir því að ég er eitthvað öðruvísi hér á landi. Mér líður því vel t.d. í borgum eins og New York og London. Ég hélt alltaf að ég myndi smellpassa inn í Sri Lanka en ég er töluvert öðruvísi þar líka. Klæði mig öðruvísi, tala ekki málið og ekki vön menningunni.“ Vinkona Brynju hringdi í hana á sínum tíma og sagði henni að Sigrún Ósk væri að fara af stað með þætti af þessum toga. „Ég sá aldrei neina auglýsingu og sameiginleg vinkona okkar heyrði bara í Sigrúnu [Ósk Kristjánsdóttir] fyrir mig til að byrja með. Sigrún hefur verið ótrúleg í þessu ferli og hefur verið öxl mín og eyru síðan ég kom heim. Vonandi eyðir hún mér ekki af Facebook þegar þetta er búið.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Tilfinningarnar báru Brynju ofurliði á Sri Lanka: „Mig langar að heyra hana segja nafnið mitt“ "Ég hef kannski ekki áhyggjur af neinu en ég veit samt ekki alveg hvar ég á að staðsetja þau,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sem var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. 24. október 2016 13:00