Innlent

Allt starfsfólk skimað til að tryggja öryggi barna

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fagnaði lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ávarpi við setningu Leikmannastefnu í dag. Mikilvægt hafi verið að Alþingi lögfesti sáttmálann og að gæta þyrfti hagsmuna barna í hvívetna - þau væru aðalatriðið í lagasetningunni en ekki fullorðna fólkið.

Þá sagði biskup að kirkjan hafi lagt sig fram um að tryggja öryggi barna og ástunda fagleg vinnubrögð gagnvart börnum í starfi kirkjunnar. Í því sambandi nefndi hún að kirkjan hafi tekið upp á því að skima allt starfsfólk, sóknarnefndir og sjálfboðaliða í kirkjunni.

„Þetta er mikilvægt því við þurfum að vanda okkur að öllu leyti í kirkjunni. Það hefur verið haft orð á því að fagleg vinnubrögð í kirkjunni, til dæmis í sambandi við starfsþjálfun prestsefna og djákna séu góð, jafnvel betri en í öðrum stofnunum og stéttum samfélagsins," sagði Agnes.

Ræðuna má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×