Allt óljóst með veðurfréttir RÚV eftir áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 17:04 Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, er eigandi Veðurfélagsins. „Það sem er kristaltært í þessu máli er að það er enginn samningur til staðar varðandi veðurfréttir eftir 31. desember,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og eigandi Veðurfélagsins ehf. Veðurfélagið hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. RÚV hefur sagt upp samningi við Veðurfélagið og nú mun RÚV leita eftir tilboðum frá Veðurstofunni, Belgingi og Veðurfélaginu. Ákveðið hefur verið að ganga til frekari viðræðna við Veðurstofuna en þó sé jafnframt verið að ræða við þá veðurfræðinga sem nú sjá um veðurfréttirnar, en þeir starfa sem verktakar á vegum Veðurfélagsins. Þetta staðfestir Haraldur en segir enn óljóst hvernig málum verði háttað eftir áramót þar sem viðræður séu í raun enn í gangi á milli Veðurfélagsins og RÚV. Aðspurður hvort hann viti hvers vegna samningnum við Veðurfélagið hafi verið sagt upp segist hann ætla að það sé hluti af þeirri viðleitni að hagræða í rekstri RÚV. „Þessi samningur hefur auðvitað verið tekinn reglulega til endurskoðunar á síðustu árum og þetta snýst náttúrulega um hagræðingu, eða ég býst að minnsta kosti fastlega við því,“ segir Haraldur. Ólafur Rögnvaldsson, veðurfræðingur og eigandi Belgings, segist ekki vita hvers vegna RÚV hafi ákveðið að ræða frekar við Veðurstofuna eftir að hafa leitað eftir tilboðum í veðurfréttirnar. „Okkur var ekkert tilkynnt sérstaklega hvers vegna það var frekar ákveðið að ræða við Veðurstofuna en okkur,“ segir Ólafur. Þá segir hann jafnframt að það hafi verið nokkuð óljóst hvað RÚV hafi verið að biðja um þegar eftir tilboðum var leitað. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
„Það sem er kristaltært í þessu máli er að það er enginn samningur til staðar varðandi veðurfréttir eftir 31. desember,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og eigandi Veðurfélagsins ehf. Veðurfélagið hefur síðastliðin 16 ár séð um veðurfréttirnar á RÚV en í sumar var samningnum við félagið sagt upp. RÚV hefur sagt upp samningi við Veðurfélagið og nú mun RÚV leita eftir tilboðum frá Veðurstofunni, Belgingi og Veðurfélaginu. Ákveðið hefur verið að ganga til frekari viðræðna við Veðurstofuna en þó sé jafnframt verið að ræða við þá veðurfræðinga sem nú sjá um veðurfréttirnar, en þeir starfa sem verktakar á vegum Veðurfélagsins. Þetta staðfestir Haraldur en segir enn óljóst hvernig málum verði háttað eftir áramót þar sem viðræður séu í raun enn í gangi á milli Veðurfélagsins og RÚV. Aðspurður hvort hann viti hvers vegna samningnum við Veðurfélagið hafi verið sagt upp segist hann ætla að það sé hluti af þeirri viðleitni að hagræða í rekstri RÚV. „Þessi samningur hefur auðvitað verið tekinn reglulega til endurskoðunar á síðustu árum og þetta snýst náttúrulega um hagræðingu, eða ég býst að minnsta kosti fastlega við því,“ segir Haraldur. Ólafur Rögnvaldsson, veðurfræðingur og eigandi Belgings, segist ekki vita hvers vegna RÚV hafi ákveðið að ræða frekar við Veðurstofuna eftir að hafa leitað eftir tilboðum í veðurfréttirnar. „Okkur var ekkert tilkynnt sérstaklega hvers vegna það var frekar ákveðið að ræða við Veðurstofuna en okkur,“ segir Ólafur. Þá segir hann jafnframt að það hafi verið nokkuð óljóst hvað RÚV hafi verið að biðja um þegar eftir tilboðum var leitað.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent