Lífið

Allt kjötið kláraðist á Búllunni í Berlín

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Hvernig smakkast? Tómas Tómasson, sem Búllan er kennd við, fær að smakka fyrsta Berlínarborgarann.
Hvernig smakkast? Tómas Tómasson, sem Búllan er kennd við, fær að smakka fyrsta Berlínarborgarann.
„Þetta voru um 700 hamborgarar sem við seldum. Við ætluðum að vera með opið til klukkan 22 en allt kjötið var búið um klukkan átta svo þetta gekk alveg vonum framar,“ segir Guðmundur Kristján Gunnarsson, einn af forsvarsmönnum Hamborgarabúllu Tómasar sem var opnuð í Berlín á föstudaginn.

Búllan ber heitið Tommi‘s Burger Joint ytra og segir Guðmundur að staðurinn hafi þá sérstöðu að kjötið komi ferskt á hverjum degi. „Allir hér úti nota frosið kjöt en við fáum það ferskt frá Skotlandi. Eins grillum við kjötið á grilli en ekki á pönnu eins og þekkist víða,“ segir Guðmundur og kveðst spenntur fyrir framhaldinu.

Fullt var út úr dyrum á opnunarkvöldinu en meðfylgjandi myndir tók Baldur Kristjánsson ljósmyndari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×