Erlent

Allt bendir til að flokkur forsætisráðherrans sigri í þingkosningum í Slóvakíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Robert Fico á kjörstað í Slóvakíu.
Robert Fico á kjörstað í Slóvakíu. vísir/epa
Útgönguspár í Slóvakíu benda til þess að flokkur forsætisráðherrans, Robert Fico, hafi unnið sigur í þingkosningum þar og hlotið á milli 27 og 31 prósent atkvæða. Það er heldur minna en flokkurinn fékk árið 2012 þegar hann vann stórsigur og fékk 44 prósent atkvæða.

Verði úrslitin á þennan veg þarf Fico að finna sér samstarfsflokk í ríkisstjórn ætli hann sér að vera áfram forsætisráðherra en það yrði þá hans þriðja kjörtímabil sem slíkur. Slóvakía tekur við forsæti Evrópusambandsins í júlí af Hollandi en Fico hefur verið harður andstæðingur þess að ríki ESB þurfi að taka við ákveðnum kvóta flóttafólks sem komið hefur til Grikklands og Ítalíu.

Samkvæmt kvótanum myndi Slóvakía taka við 2600 flóttamönnum en á seinasta ári sóttu aðeins 260 manns um hæli í landinu. Fico hefur lofað að taka á móti neinum múslimum en innflytjendastefnu hans svipar til stefnu þjóðarleiðtoga í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi.

Talið er líklegt að allt að sjö flokkar nái manni inn á þing í kosningunum í Slóvakíu nú en á meðal flokka sem buðu fram er öfgahægriflokkurinn Okkar Slóvakía sem leiddur er af nýnasistanum Marian Kotleba en hann hefur verið svæðisstjóri á Banska Bystrica-svæðinu síðan í nóvember 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×