Allt að 87 prósenta hækkun á tollkvóta milli ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Hingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. vísir/stefán Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24
Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11
Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00