Innlent

Allri ábyrgðinni velt yfir á Byr

BBI skrifar
Jón Þorsteinn Jónsson situr fyrir miðju.
Jón Þorsteinn Jónsson situr fyrir miðju.
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri voru fundnir sekir um umboðssvik fyrir að hafa veitt fyrirtækinu Exeter Holdings ehf. lán án fullnægjandi veða til að kaupa stofnfjárbréf á yfirverði í sparisjóðinum Byr.

Jón og Ragnar veittu í krafti stöðu sinnar fyrirtækinu Exeter lán frá Byr sparisjóði í því skyni að fyrirtækið keypti stofnfjárbréf sem tvímenningarnir sjálfir áttu í Byr sparisjóði. Hæstiréttur komst öfugt við héraðsdóm að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga.

Hæstiréttur segir að með aðgerðum sínum hafi Jón og Ragnar komið málum þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna stofnfjárbréfanna var velt yfir á Byr sparisjóð og þar með losnað sjálfir undan ábyrgð. Með því að misnota sér embætti sín hjá sparisjóðnum í þessu skyni gerðust þeir sekir um umboðssvik og hlutu 4 ára og 6 mánaða fangelsisdóm.

Umboðssvik eru samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga þegar menn í stjórnunarstöðum misnota aðstöðu sína sér eða öðrum til hagnaðar.


Tengdar fréttir

Fjögurra og hálfs árs fangelsi í Exeter-málinu

Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson voru dæmdir í fjögurra og hálf sárs fangelsi í Hæstarétti í dag vegna Exeter málsins. Mál Styrmis var sent aftur í hérað. Héraðsdómur hafði sýknað alla mennina af ákærum en sérstakur saksóknari vísaði því frá.

Óvíst um fordæmisgildi dómsins

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki búinn að fá dóm Hæstaréttar í hendur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik.

Dómur í Exeter kveðinn upp í dag

Dómur verður kveðinn upp í Exetermálinu svokallaða í dag. Um er að ræða fyrsta málið sem sérstakur saksóknari ákærði í. Í málinu voru þeir Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Styrmir Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, sakaðir um umboðssvik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×